Vaka - 01.07.1927, Síða 111
[vaka]
RITFREGNIK.
317
að aí'la sér l'róðleiks á eigin spýtur af bókum eii í flesl-
uin öðrum lönduin. Hér var fátt um skóla; menn bjuggu
strjált í sveitinni og urðu alla-jafnan að bjarga sér sjálf-
ir til mennta. Þá voru það bækurnar, sem inenn gátu náð
í og gripið til, þegar tómstundir voru frá líkamlegum
störfum, er voru mönnum heilladrjúgar til náms. —
Þær biðu nemendanna á hillunum, þær kröfðust ekki
spretta-náms, eins og svo margir skólarnir, en voru sí-
fellt til taks, jiegar unglingarnir höfðu tækifæri e ð a
1 ö n g u n t i 1 a ð f r æ ð a s t a f þ e i m . Og þar gat
hver og einn valið sér til lestrar, það sem hugur hans
hneigðist að, eftir því sem bókakosturinn frekasl leyfði.
Nú höfum vér eignazt marga skóla, bæði handa börn-
um og unglinguin. — En þeir eru ekki einhlítir. Bezti
hugsanlegi árangur af skólanámi er sá, að það geri nem-
endur fæ r a r i og 1' ú s a r i a ð n o t a s é r b æ k u r .
Það ber því að sama brunni og áður. — Það eru bæk-
urnar ,— hentugar menntandi lestrarbækur í sem flest-
uin fræðigreinum, sem drýgstan þátt geta átl í því að
mennta alla alþýðu manna. — Góður fræðari getur að
eins náð til fárra manna í kennslustund, en með góðri
fræðibók getur hann náð til að fræða heila þjóð.
Vér megum því gleðjast yfir hverri nýrri fræðibók,
sem birtist á íslenzku, sem vel er fallin lil að auka
sjálfsmenntun í landinu.
Til slikra bóka má telja hina ný-prentuðu bók próf.
Ágústs Bjarnasonar um himingeiminn.
Bókin er 188 lils., með 48 skýringarinyndum, prent-
uð á góðan pappír og vönduð að öllum frágangi.
f hinum 20 köflum bókarinnar er sagt frá meira en
5 þús. ára baráttu mannkynsins fyrir því að afla sér
þekkingar á hinum sýiiilega heimi utan við jörðina.
Hversu menn hafa barizt við að öðlast réttan skilning á
gangi sólar, tungls og stjarnanna á himingeimnum,
reynt að grafast fyrir um efni þeirra, afstöðu innbyrð-
is o. s. frv. Þessi rannsóknasaga er furðu lærdómsrík
og höfundinum hefur tekizt að gera hana mjög aðlað-
andi til lestrar.
f fyrstu þáttunum (1—3) er sagt frá viðleitni Kaldea,
Egipta og annara fornra menningaþjóða í því að skýra
fyrir sér göngu himinhnattanna og hversu þeir reyna
að miða tímann við gang þeirra. I 3. kafla er skýrt frá
getgátum hinna fornu heimspekinga í Grikklandi og