Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 112
318
RITFREGNIR.
[vakaJ
Egiptalandi um lögun jarðar og afstöðu hennar til
stjarnanna, og þv ínæst frá vísindamönnunum Eratoshe-
nes í Alexandríu, Aristarchos frá Samos, Hipparchos
í Nikæu, er þegar fyrir Krists daga réðust í það stór-
ræði a ð m æ 1 a o g reikna ú t stærð jarðar og fjar-
Jægð tungls og sólar frá jörðu, og komust furðu nærri
því rétta, og fundu það út (Aristarchos), að jörðin væri
eigi miðpunktur sólarkerfisins, heldur snerist í
k r i n g u m s ó 1 i n a , — og að síðustu er sagt frá
Ptolemaios og heimsmynd hans, sem villti menn aftur
af réttri leið og hélt fram hinni gömlu-kenningu, að
himinhnettirnir snerust um jörðina, og átti sinn hlut i
því að halda mönnum við þessa villu enn í 13 aldir. —
í 4.—8. kafla er sagt frá hinum miklu brautryðjend-
um stjörnufræðinnar á 15., 1(5. og 17. öld, Kapernikus,
Bruno, Galilei, Kepler og Newton, — hæði æfikjörum
þeirra, kenningum og rannsóknum. — Þá var hver sig-
urinn fundinn öðrum meiri til aukinnar þekkingar i
stjörnufræðinni.
f 11. kafla er sagt frá kenningum eða getgátum Kants
og Laplace um uppruna sólkerfanna. f síðari helming
bókarinnar er svo skýrt frá því helzta, er síðari tíma
rannsóknir hafa leitt í ljós i stjörnufræðinni, og að lok-
um frá ýmsum nútíma kenningum eða getgátum um
uppruna sólkerfanna, þroska (ef svo mætti að orði
kveða), hnignun og eyðingu. Er þar hrugðið upp stór-
fenglegum viðfangsefnum, er sýna, hve stórhuga manns-
andinn er á herferðum sínum eftir nýrri þekkingu.
Bókin fjallar um allþung viðfangsefni, en framsetn-
ingin er viðast Ijós og svo skemmtilega frá sagt, að mað-
ur á bágt með að slíta sig frá lestrinum, fyr en hókinni
er lokið, — eða svo fór mér þegar ég fékk bókina í
hendur. — Einhverstaðar sá ég það fundið að hókinni,
að of mikið væri fjölyrt um örðugleika þá, sem braut-
ryðjendur stjörnufræðinnar hefðu átt við að stríða. —
En mér finnst, að æfiatriði þeirra séu með skemmti-
legustu þáttunum í bókinni, og sigrarnir, sem þessir
menn unnu, verða eigi að fullu metnir af lesaranum,
nema getið sé þeirra örðugleika, er sigurvegarnir þurftu
að yfirstíga, og þá ekki sizt skilningsleysi samtiðar-
manna á starfi þeirra. — Það, sem ég helzt óttast, er
að alþýða manna sé nú á tímuin orðin svo frásneidd
allri stjarnfræðisþekkingu, að ýmsir alþýðumenn eigi