Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 113
vaka]
RITFREGNIR.
319
hágt með að fylgjast með í sumum köflum bókarinnar.
— Ég heí'i orðið þess var, að allmargir eru t. d. svo
ófróðir um stjörnur, að þeir naumast þekkja Karlsvagn-
inn, Óríon eða Síríus, hvað þá meira. — Hefði verið
æskilegt, að skýrt stjörnukort hefði fylgt hókinni, les-
aranum til leiðbeiningar, til þess að þekkja ýmsar
stjörnur og stjörnumerki, sem nefnd eru í bókinni.
Þegar ég var krakki, kynntist ég ýmsum gömlum al-
þýðumönnum, sem áhuga höfðu á stjörnufræði og rúm-
fræði; voru þeir býsna fróðir uin margt í stjörnufræði.
Heyrði ég þá gamla karla oft ræða af miklum áhuga um
ýmsar kenningar og viðfangsefni í stjörnufræði og man
ég, að þeir vitnuðu oft í Njólu Björns Gunnlaugsson-
ar. — Þá var það í einni sveit hér á landi, að menn
gáfu út sveitablað. Ritaði einn maður í sveitinni grein
í blaðið um stjörnufræði; varð það- tilefni til þess, að
l'leiri fóru að rita um sama efni, og varð að gefa
ú t a u k a h I a ð t il a ð k o m a á f r a m f æ r i g r e i n -
u m þ e i m , e r a ð b á r u s t u m stjörnufræði.
•— Þessi áhugi er nú kulnaður í sveitum, mun hann
hafa verið síðustu leifarnar af þeirri vakningu í þessari
fræðigrein hér á landi, er stjörnufræði Úrsins og Björn
Gunnlaugsson mun hafa átt þátt í að vekja.
Nú vænti ég, að hók próf. Ágústs Bjarnasonar muni
vekja að einhverju leyti áhuga þennan aftur, svo
menn fari að gefa stjörnum himinsins meiri gaum en
áður. Vér megum vera höf. þakklátir, bæði fyrir þessa
hók og svo margar aðrar, er hann hefur gefið út, til
að fræða alþýðu manna hér á landi í fræðigreinum, er
Jítt hafa verið ræktar hér undanfarið. Væri æskilegt, að
fleiri menntamenn vorir, en verið hefur, tækju þátt i
slíku alþýðufræðslustarfi hér á landi.
Guðm. G. Bárðason.
VETRABRAUT. — Alþýðuhók og skólabók eftir
Ásgeir Magnússon. Útg. G. Gamalielsson, Rvík 1926.
Éins og nafn hókarinnar hendir til, fjallar hún aðal-
lega um fastastjörnurnar, eða sólnasafn það, sem við
nefnum vetrarhraut. Þekking manna á þessum hlutum
er fyrst til orðin á síðustu áratugum. Margt er mjög
í óvissu, og nýjar rannsóknir kollvarpa stöðugt eldri
skoðunum. Er því vandaverk að semja bók um þetta, er
skýri frá hlutunum eins og menn hezt vita. Ásgeiri hef-