Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 114
RITFIÍIÍGNIR.
[vaka]
320
ur þó tekizt það að mestu. Bókin ber það með sér, að
hann er mjög fróður á þessu sviði, og hefur stliðzt við
nýjustu rannsóknir. Skekkjur eru fáar í bókinni og eng-
ar stórvægilegar. Hér vil ég að eins nefna þær helztu.
Neðst á bis. 73 er tala stjarnanna í alheimi vorum tal-
in endanleg. Þetta er mjög hæpin staðhæfing. Um tví-
sólir er sagt á l)ls. 84, að aðeins 2 þekkist með minna
en 10 ára umferðatíina. Þetta er rangt, eins og líka
sézt síðar, þegar talað er um breytistirni (bls. 89).
Að mínum dómi er kaflanum um „Stjörnuríki" inest
ábótavant. Skifting er þar úrelt. Kaflanum er skift i
„Fjölstirni", „Stjörnuþokur“ og „Sveipþokur“. í 00. gr.
virðast þá sveip-„þokur“ eiga að teljast til stjörnu-
„þokanna“. Elðlilegast hefði mér þótt, að hafa skift-
inguna í gasþokur og stjörnuríki. Orðið „þoka“ er mjög
villandi, þegar talað er um hóp stjarna; einnig er það
villandi, að telja gasþokur lil stjörnu-„þokanna“. Gas-
þokan mikla i Óríonsmerki er t. d. í 59. gr. kölluð
s t j ö r n u -þoka. Veldur þetta auðveldlega misskiln-
ingi, en er fyllilega i samræmi við skiftingu þá, sem höf.
notar. Það er erfitt að semja nýyrði svo að vel fari, en
ástæðulaust er að þýða útlendu orðin, þar sem þau valda
misskilhingi (nebula—þoka).
Tölurnar í bókinni eru yfirleitt réttar, en lesendurn-
ir verða að hal'a það hugfast, að margar tölur i þess-
um fræðum eru mjög óvissar og má ekki taka þær allt
of bókstaflega.
Stórgalla tel ég það, hve slæmur pappír er í bókinni.
Myndunum er þar af leiðandi injög ábótavant, og hel'ði
að minnsta kosti átt að hafa betri pappír undir þær. —
Prentvillur eru nokkrar óleiðréttar, en fáar svo að meini
komi. Á bls. 26, 2. 1. n. stendur 427 km„ í stað 427000 km.
Eins og höf. tekur fram, er bókin samsafn af grein-
um, er birzt hafa áður eftir hann í „Iðunni" og „Verði“.
Ber því frekar að skoða hana sem sundurlausa lestrar-
kafla en sem eina heild, enda eru þar margir hlutir end-
urteknir og aðra vantar, sem komið hel'ðu með í heild-
arlegri bók at' sömu stærð. En mjög mikinn fróðleik er
þar að finna, og höf. á þakkir skilið fyrir að „hafa eigi
viljað grafa pund sitt í jörðu“, en miðla af þekkingu
sinni í fræðum þessum með útgáfu þessarar bókar.
Steinþór Sigurösson.