Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Side 32

Menntamál - 01.03.1936, Side 32
30 MENNTAMÁL. nokkru færri íslenzkar barnssálir yrðu úti, því að þörf- in til að leika sér er ótvíræð lijá litlum börnurn. Þeim er það ótæmandi gleðilind, að búa sér til æfintýralieima í leikjum sínum. Leikirnir eru ungum börnum lífs- nauðsyn, og þau verða að fá að leika sér, ef þau eiga að geta verið liraust og hamingjusöm, auk þess, sem leikirnir veita börnunum margháttaðan þroska, sem þau annars færu á mis við.1) VI. Teikningar barna. Teikningar barna eru oft mjög merkilegar. Lítil börn þurfa að fá að teikna allt það, sem þeim dettur í hug og fyrir kemur í daglegu lífi þeirra. Þau teikna, hvert með sínum sérstaka hætti, og auðvitað eru myndir þeirra oftast mjög ófullkomnar, en venjulega eru þau þó ánægð með það, sem þau teikna, þó að fyrir komi að þau biðji um að sér sé lijálpað, sbr. D. D. Sawer: Every day Art at School and Home, bls. 148—150. Teikningin hjálpar frumlegri hugsun barnsins, æfir huga og hönd og veitir barninu ánægju og gleði skapar- ans. Margt lítið barn gleðst engu minna af ómerkilegri teikningu, sem það liefir gert, lieldur en málari af dýr- legu listaverki, sem liann hefir lokið við. Það er nauð- synlegt, að lofa börnum að pára og teikna eftir vild. Það verður aldrei of oft endurtekið við foreldra og upp- alendur ungbarna, hve nauðsynlegt það er fyrir andlega heilbrigði barnanna, að þau séu jafnan glöð og sístarf- andi (í skapandi afstöðu). Þau þurfa ekki vandaðan pappír né dýra liti, til þess að teikna með, en þau þurfa að vera eins og þeim er eðlilegt, og fá að gera það, sem bezt fær styrkt skapgerð þeirra og þroskað hana á heilbrigðan hátt. 1) B. Russel: Om Opdragelse, bls. 77—86, og hin ágæta bók próf. William Stern: The Psychology of Early Childhood.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.