Menntamál


Menntamál - 01.12.1937, Blaðsíða 81

Menntamál - 01.12.1937, Blaðsíða 81
MENNTAMÁL 239 skólanum veitt réttindi samkv. lögum um héraðsskóla. Er i ráði að auka við húsakynni skólans mjög bráðlega. Hér fer á eftir kafli úr bréfi skólastjórans, Aðalsteins Eiríkssonar, er lýs- ir fyrirætlunum hans i sambandi við bygginguna, verklegt nám nemenda o. fl. Bréfið er stílað til Nýbýlastjórnar sem rökstuðn- ingur með styrkbeiðni: Á næsta vetri (þ. e. 1937) er áformað að koma verklegu námi hér við skólann í fastara horf. Meðal annars er ætlazl til, að nemendur læri að steypa steina og hlaða úr þeim. Ég hefi hugsað mér, að svo mikil áherzla yrði lögð á þessa grein verk- legs náms hér, að nemendur, smátt og smátt, byggðu upp skóla sinn. Við uppsetningu húsanna yrði fagmaður að stjórna verk- inu. Á þennan hátt ættu ungu mennirnir að fá nokkra þekk- ingu og reynslu, sem ætti að geta komið að haldi í lífsbaráttu þeirra, t. d. að |)eir yrðu færari en ella að byggja sér nýbýli, sem mest upp á eigin spýtur. Mestu vandamál hins nýja landnáms munu vera, hvernig hægt sé að byggja svo ódýrt, að sú hjálp, sem nýbýlalögin veita, verði að gagni, og siglt verði framhjá skuldasöfnun, sem land- búnaður okkar getur ekki borið. Mér virðist helzta leiðin í þessu vandamáli sé sú, að einstaklingarnir, sem allra flestir, byggi hús sín sjálfir, eins og einstaklingar eldri kynslóðarinnar byggðu sjálfir sina torfbæi. Auðveldasta leiðin til þess að það geti orð- ið, er að allar byggingar verði gerðar úr steyptum steinum. Steinarnir eru steyptir að vetrinum, en hlaðið úr þeim vor og haust. Nýbýlingurinn yrði tvö til þrjú ár að koma sér upp nauð- synlegustu húsum, og yrði auðvitað að leggja hart að sér. Ég tel, að hér sé verkefni fyrir héraðsskólann, ekki aðeins sem hvatningarstarf, heldur sem bcin framkvæmd í verklegu námi, samfara sterkri vakningu, sem er jafnvel. nauðsynlegust af öllu, til að lyfta ])vi átaki, sem hið nýja landnám krefst.. Ég vil beina því hér með til háttvirtrar Nýbýlastjórnar, hvort ekki væri rétt að taka þessi mál til ákveðinnar meðferðar í hér- aðs- og bændaskólum landsins, með verklegri kennslu, sem yrði beint að húsagerð á þann hátt, er áður er lýst. Verkefni yrðu í fyrstu í sambandi við skólana sjálfa, endurbætur og nýjar byggingar eftir því, sem með þyrfti i hverjum stað. En sem aðalverkefni yrði hverjum skóla falið að sjá um byggingu, og að einhverju leyti ræktun, eins nýbýlis, sem framkvæmt yrði eingöngu með vinnu nemenda, undir stjórn kennara — fagmanns. Þetta aðalverkefni, bygging og ræktun eins býlis, yrði leyst á tveim til fjórum árum, eftir fjölda nemenda hvers skóla og ýms-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.