Menntamál - 01.12.1939, Page 5

Menntamál - 01.12.1939, Page 5
MENNTAMÁL 131 r A tímamótum Hálfrar aldar afmæli kennarasamtakanna á íslandi er um garð gengið. Og nú er að hefjast fyrsta skólaárið á næsta aldarhelmingnum. Kennarastéttin íslenzka er því á þessu hausti að byrja nýtt tímabil í starfssögu sinni. Virðist full ástæða fyrir okkur kennara að staldra við og reyna að átta okkur á leiðarmerkjum og stefnum um leið og af stað er haldið. í síðasta hefti Menntamála er rakin nokkuð saga kenn- arasamtakanna á undanförnum 50 árum og minnzt ýmsra þeirra forustumanna og málefna, sem við þá sögu koma. Landssýning S. í. B. í sumar gaf ennfremur allglögga hug- mynd um kennsluhætti og starf barnaskóla vorra eins og þeir eru nú, og loks er að finna í bók Gunnars M. Magnúss, er S. í. B. gaf út i sumar, stórmerkan fróðleik um íslenzka skóla og kennslumál síðustu aldarinnar. Af þessum heimildum og ýmsu öðru, sem oss er kunn- ugt um, má sjá, að stórmiklar framfarir hafa orðið í skóla- málum íslendinga síðustu áratugi. Ýmsir hafa lagt hönd á plóginn við að koma þeim framförum á. En kennararnir sjálfir, einstaklingar og samtök þeirra, hafa lagt lang- samlega drýgstan skerfinn af mörkum. Um það er engum blöðum að fletta. Vísast að öðru leyti um þetta til þeirra heimilda, sem áður getur. Hitt er jafn augljóst mál, að margt er enn mjög á annan veg í kennslumálum vorum en vera ber. Skólahús og kennsluáhöld eru víða engin eða ófullnægjandi, launakjör kennara fátækleg og hrein sultarkjör á tímum eins og nú eru að hefjast, og loks er innra starfi skólanna ábótavant í mikilsverðum atriðum. En það er einmitt innra starf skóla vorra, hættir náms og kennslu, val og meðferð náms- 9*

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.