Menntamál - 01.12.1939, Page 40

Menntamál - 01.12.1939, Page 40
166 MENNTAMÁL Comité international de la Croix-Rouge í Genéve og The League of Red Cross Societies i París. Það eru nú liðin 80 ár síðan hugmyndin um stofnun slíkra félaga sem Rauða kross félaganna kom fram, og er höfundur þeirra Svisslendingurinn Henry Dunant. Með eigin augum hafði hann litið hörmungar þær, er særðir hermenn áttu við að stríða á vígvellinum við Solferino í orustunni milli Austurríkismanna og ítala árið 1859, og þetta vakti umhugsun hans um það, hvernig koma mætti mönnum þeim bezt til hjálpar, er svo grálega og miskunn- arlaust voru leiknir. Hvíldarlaust vann hann að því, að finna viðunandi lausn þessa vandasama máls, og árið 1862 kom út hin merkilega bók hans, „Minningar frá Solferina“, sem vakti athygli um gervallan heim menntaðra manna. í bók sinni setur hann nákvæmlega fram tillögur sínar um það, hvernig beri að hjálpa og annast særða og sjúka hermenn á vígvöllunum. Útkoma þessa rits varð til þess, að sama ár var skipuð nefnd manna, er átti aðsetur sitt í Genéve og skyldi hún rannsaka og athuga nánar tillögur Dunants. Árangurinn af starfi þessarar nefndar og riti Dunants varð sá, að árið 1864 mættu fulltrúar frá 16 þjóðum Evrópu í Genéve og undirrituðu hina frægu Genfersamþykkt, sem í aðalatriðum miðar að því og ákveð- ur, að sjúkir og særðir, læknar, hjúkrunarkonur, hjúkrun- arstöðvar og hjálparstöðvar sé jafnan talið hlutlaust í ófriði og hljóti fulla nærgætni og virðingu ófriðaraðilja og verði ekki haft að skotspónum ófriðarins. Jafnframt því taldi samþykktin sjálfsagt og skyldu þeirra, sem í ófriöi eiga, að rétta sjúkum og særðum hjálparhönd, hvort heldur vinur eða fjandmaður átti í hlut. Rauður kross á hvítum grunni var svo valinn tákn þessarar starfsemi, og það er ekki fyrir neina tilviljun, að þannig tókst um val á þessu friðarins tákni. Svissneski þjóðfáninn er hvítur kross á rauðum grunni, og það var til heiðurs Henry Dunants, Svisslendingum og höfundi þessara hugsjóna, sem hið

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.