Menntamál - 01.12.1939, Síða 43

Menntamál - 01.12.1939, Síða 43
MENNTAM'ÁL 169 ingur þjóðanna fer sívaxandi á störfum þessara félaga og afrekum þeirra, og virðingin fyrir hlutverki þeirra og köllun er ótvíræð og mikil. Ég hefi hér að framan aðeins stiklað á stórum steinum úr 80 ára æfisögu merkilegs félagsskapar, sem nú lætur áhrifa sinna gæta um gervallan heim og nær heimsálfa á milli. Saga þessara félaga er svo viðburðarrík að nægja myndi í stóra bók. Hér mun nú staðar numið að þessu sinni og athugað nánar sú starfsemi Rauða kross félaganna, sem að yngri kynslóðunum veit, en það er: Ungliðadeildir Rauða kross félaganna. Rauði kross íslands hefir nú í hyggju að sveigja starf- semi sína inn á þá braut, sem gert hefir verið i flestum löndum, þar sem R. kr. hefir starfað, eftir að starfsskrá hans var endurskoðuð og skipulögð að loknum ófriðnum mikla, en það er að vekja áhuga æskunnar fyrir hugsjónum og starfi R. kr. félaganna og framkvæmdum þeirra. Það er líkt um stofnun fyrstu ungliðadeildanna, að þær urðu til á þeim árum, eins og R. kr. félögin sjálf, þó það væri 60 árum seinna er ófriður geisaði í Norðurálfu og menn bárust á banaspjótum. Þessar fyrstu ungliðadeildir sköpuðust á ófriðarárunum frá 1914 til 1918. Það var í byrjun heimsstyrjaldarinnar 1914, þegar hver, sem vetlingi gat valdið var tekinn í þjónustu þjóðanna, að skólabörn i Kanada voru bundin í félagsheiidir undir merki R. kr. og látin búa til margskonar sáraumbúðir og senda þær á vígstöðvarnar til hinna særðu hermanna. Telpurnar sáu um saumaskapinn en drengirnir bjuggu um sendingarnar og smíðuðu einnig ýmsa skemmtilega smámuni, sem þeir sendu hermönnunum í skotgrafirnar. Þegar svo að Banda- ríki Norður-Ameríku sögðu Þjóðverjum stríð á hendur var þessari, hugmynd og starfsemi tekið tveim höndum og skipu- lögð til hins ítrasta, eins og Ameríkumönnum er svo einkar lagið að gera um flesta hluti. Útbreiðslu- og skipulagn-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.