Menntamál - 01.12.1939, Page 44

Menntamál - 01.12.1939, Page 44
170 MENNTAMÁL ingarstarfsemi þeirra er fyrir löngu orðin heimskunn, svo að okkur Evrópumönnum þykir jafnvel nóg um á stundum. Og nú voru öll hugsanleg ráð notuð til að skipuleggja æskulýð Bandaríkjanna undir merki R. kr., því að þegar svo stóð á sem hér, að þjóðin átti í ófriði, réttlættist allt í skjóli þess, að tilgangurinn helgaði meðalið. Fljótt fáum vér séð, að árangurinn af þessu starfi var mikill þegar vér hugsum um höfðatölu þeirra, er skipulagðir voru innan þessarar starfsemi er var í lok ófriðarins 11 miljónir ung- liða í Bandaríkjunum. Það var ekki einungis að börnin inntu þarna starf af höndum til blessunar og í þágu annarra, heldur urðu upp- eldisfræðingar, kennarar, og aðrir þeir, er með starfi barn- anna fylgdust þess áskynja, að félagsskapur þessi og starf hafði hin heillavænlegustu áhrif á hugarfar og skapdeild- ir barnanna. Bæði þetta, svo og áhugi unglinganna sjálfra varð til þess að nú var félagsskapnum haldið áfram. Sumum kynni nú ef til vill að finnast, að við lok ófriðar- ins hefði starf þetta af sjálfu sér fallið niður. En hér varð önnur reyndin á. Það þurfti ekki lengi að skyggnast eftir viðfangsefnunum. Þau voru mörg og auðfundin. Eins og kunnugt er var fjármagn mikið í Bandaríkjunum að af- lokinni heimsstyrjöldinni, meðan Evrópuþjóðirnar voru sundurtættar í sárum og fátækt. Ungliðarnir vestan við hafið einbeittu kröftum sínum til hjálpar jafnöldrunum í Evrópu, sem tilveran hafði leikið svo grátt og hlífðarlaust og sultur og neyð svarf að þúsund- um barna. Þessi sístarfandi æskulýður í fjarlægri heims- álfu sendi í hundraðþúsundatali matarböggla til Evrópu eða klæði, en þessu var svo útbítt frá stöðvum þeim, sem deildirnar vestan hafs settu upp á meginlandi Evrópu. í Póllandi var fyrirkomulagi þessara mála háttað nökkuð á annan veg en tíðkaðist í öðrum löndum, því að um leið og börnunum voru fengnir fæðis- og klæðisbögglarnir var þeim í skólunum úthlutað garöyrkjutækjum og fræjum

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.