Menntamál - 01.12.1939, Page 46

Menntamál - 01.12.1939, Page 46
172 MENNTAMÁL grundvallar stofnunar þeirra, en þeim hugsjónum var vissulega tekið tveim höndum í álfu vorri. Fyrstu ungliðadeildirnar, sem stofnaðar voru í Evrópu voru í Póllandi, og síðan urðu þær stofnaðar í hverju land- inu af öðru. Hér að framan hefi ég í stórum dráttum skýrt frá tildrögum og hugsjónum þeim, er lágu til grundvallar við stofnun fyrstu ungliðadeilda Rauða krossins, en vitan- lega farið fram hjá mörgu, sem nefna mætti, en ekki verð- ur talið til aðalstarfs þeirra. Það hefir svo orðið hlutverk áhugasamra kennara, sem hafa beinan aðgang að börn- unum að skipuleggja starf deildanna, og aðalheimkynni þeirra hafa því orðið barnaskólarnir og starfsvöllurinn haslaður innan þeirra veggja, og ungliðarnir átt þess kost þaðan með góðri tilsögn og hjálp, að láta fyrirætlanir sínar rætast. Stefnuskrá og starf ungliðadeildanna hefir verið ákveðið og mótað í þrem liðum aðallega, og er það nú ætlun vor, að leggja það fyrir kennara og uppeldisfræðara vora þegar Rauði kross íslands hefir í hyggju að safna íslenzkri æsku inn í raðir sínar og stofna hér ungliðadeildir. Þessi þjú aðalatriði má orða þannig: 1. Heilsuverná og li/cnarstarfsemi. 2. Hjálparstarfsemi og fórnfýsi við systkini og jafnaldra. 3. Alþjóðavinátta, byggð á kynningarstarfsemi unglið- anna, og viljum vér nú nánar athuga og ræða hvern lið um sig. Þá er að athuga fyrsta liðinn, en það er um heilsuverndar- og liknarstarfsemi. Það, sem hér er átt við og ætlazt er til í starfsemi ung- liðadeildanna er, að ungliðum sé kennt, annaðhvort í heilsufræðitímum skólans eða þá á fundum þeirra sjálfra utan skólans, utan kennslustunda, hvernig þeim beri að gæta heilsu sinnar, um hjálp í viðlögum, hjúkrun í heima- húsum, og svo sérstaklega hvað snertir telpurnar, meðferð ungbarna. Þeirri venju hefir verið fylgt í R. kr. félögunum,

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.