Menntamál - 01.12.1939, Page 53

Menntamál - 01.12.1939, Page 53
MENNTAMÁL 179 SNORRl S1GFÚSSON: Utanför Snorri Sigfússon skólastjóri tókst ferð á hendur til útlanda s. 1. sumar. Dvaldi hann einkum í Danmörku og Englandi, heimsótti skóla og kynnti sér kennslumál í þessum löndum. Snorri hefir ritað ítarlega skýrslu til fræðslumálastjórnarinnar um það, sem hann sá og heyrði á ferðum sínum. Skýrsla þessi barst of seint í hendur ritstjóra Menntamála, til þess að hægt væri að birta hana alla að sinni, enda þótt hún sé þess verö. Hér fer á eftir niðurlag og ályktunarorð skýrslunnar, en í næsta hefti mun hún birt að mestu eða Snorri Sigfússon. , öllu leytl Um leið og ég læt þessu máli lokið, og færi Fræðslumála- stjórninni þökk fyrir veittan stuðning til þessarar utan- farar, vil ég leyfa mér að benda hér á nokkur atriði, sem veita þarf athygli og komast þyrftu í framkvæmd, sem allra fyrst: 1. Settir séu nú þegar, að minnsta kosti 2 leiðbeinendur og eftirlitsmenn með barnafræðslunni í landinu, og öllu starfi skólanna. 2. Breytt verði gildandi prófreglugerð þannig, að í les- greinum gildi framlagðar vinnubækur, og störf hinna lakar gefnu barna, sem próf í þessum greinum. Gildi þetta einkum þar sem skólar eru svo stórir, að hægt sé að kljúfa árgangana í að minnsta kosti tvær forsvaran- lega fjölmennar deildir. 3. Hert sé á framkvæmd fræðslulaganna um aukna lík- amsrækt í öllum skólum landsins, og aukin leikjastarf- semi þeirra. 4. Tekið sé upp skipulagt uppeldisstarf, til aukins sparn- aðar, í öllum barnaskólum. 12*

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.