Menntamál - 01.12.1939, Side 57

Menntamál - 01.12.1939, Side 57
MENNTAMÁL 183 aö sínum óskum. Um störf B. B. fyrir kennarasamtökin er ritað í síðasta hefti og vísast til þess. En bæta má því við, að áhrif B. B. á Alþingi fyrir málefni kennara eru ómetan- leg, einkum á öðrum eins timum og nú standa yfir. Mörg- um kennara mun að vísu þykja lítið vinnast á, og er það að vonum. En þeir sem vita hverskonar andi svífur yfir vötnunum á þessum svartnættis- og vandræðatímum, þeir skilja, að mikið átak þarf til þess eins, að halda í horfinu. Og víst er um það, að B. B. liggur ekki á liði sínu, þegar hagsmunir kennara og kennslumála eru annars vegar. Hallgrímur Þorsteinsson, söngkennari sjötíu og fimm ára Hallgrímur Þorsteinsson söngkennari varð 75 ára 10. april s. 1. Hann er fæddur í Hrunamannahreppnum og ólst upp í Hruna. í uppvextinum vandist hann algengri sveitavinnu. En það var á þeim árum, er ný tónlist var að. nema hér land. Pétur Guðjohnsen var að ljúka sínu mikil- væga æfistarfi. Jónas Helgason var að vinna sitt merka starf. Um þær mundir var nýkomiö harmoníum í Hruna- kirkju. Hallgrímur varð heillaður af hljómunum. Hann ákvað að læra að leika á harmoníum. Tvisvar fékk hann frí frá vinnumennskunni, tíu daga í hvort skipti, og stund- aði þá námið af kappi. Námstíminn var ekki langur, en samt er það svo, að Hallgrímur hefir orðið kunnur fyrir störf sín i þágu sönglistarinnar. Hann var sex ár organisti í Hrunakirkju og 14 ár organisti á Sauðárkrók. Hann lærði lúðrablástur hjá Helga tónskáldi Helgasyni. Hefir hann komið á fót og stjórnað mörgum lúðrasveitum. Enn hefir hann kennt mörgum að leika á harmoníum og haft á hendi

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.