Menntamál - 01.12.1939, Síða 62

Menntamál - 01.12.1939, Síða 62
188 MENNTAMÁL geysimikinn fróðleik, sem áður var einungis að finna á víð og dreif í bókum, blöðum, tímaritum og ýmsum óprentuðum heimildum, og honum hefir ennfremur tekizt að framreiða þann fróðleik þannig, að lesandinn nýtur hans og æskir eftir að fá að vita meira. Málefni þau, sem bókin fjallar um, eru ekki dauð málefni, sem liðnar kynslóðir einar hafa um þráttað og nú fallin í gleymsku, heldur mál, sem enn grípa hugi manna og enn er um deilt engu minna en áður, og eiga sjálfsagt eftir að verða deilumál næstu kynslóða, með þeim afstöðumun, sem ný viðhorf skapa. Svo að segja á hverri blað- síðu er frásögn um samþykktir eð'a tillögur til úrbóta, þar sem að kreppti í svipinn á sviði fræðslu- og menntamála, sumar djarfar, stórtækar, aðrar veigalitlar, kyrrstæðar, allt eftir menningarviðhorfi hverrar kynslóðar. Þótt mest beri þar á tillögum margra mætra skóla- og menntamanna, þá heyrast þar einnig raddir hinna vinnandi stétta, bóndans og húsfreyjunnar, sem einnig hafa sinn skerf að leggja til þessara sameiginlegu velferðarmála þjóðfélagsins. Við lestur bókarinnar verður manni ljósara en áður, að sú þróunar- braut, sem fræðslumál vor hafa runnið hefir ekki verið beinn og tálmalaus vegur, heldur seinfarin krókaleið með ýmsurn víxlsporum og útúrdúrum. En sú staðreynd ætti að verða holl áminning og rík hvatning til allra, sem lýðmenntun unna, um að forða þeim málum frá að þræða hliðstæðar sniðgötur og á umliðnum öldum. Bók þessi á erindi til allra, sem kynnast vilja sögu alþýðufræðslunn- ar að fornu og nýju. Og höf. á þakkir skilið fyrir mikið og þarft starf og S. í. B. fyrir útgáfu rits þessa. Ársœll Sigurðsson. Sigurður Thorlacius: Sumardagar. Útg. ísafoldarprent- smiðja h.f. Reykjavík 1939. „Sumardagar" segja frá einu sumri úr æfi Flekku, forustuærinnar, og Brúðu dóttur hennar, og hefst frásögnin á hryssingslegum vordegi, þegar Brúða fæðist. Mæðgunum er síðan fylgt fet fyrir fet gegn um sumarsins sæld og sorgir, eins og lífið mætir þeim í dalnum, á ströndinni, eða upp til fjalla og inn til heiða. Og líf þeirra er ekki fá- breytt ráp „stefnulausrar skynlausrar skepnu“. Fyrir sjónum höí. undar hefir það ákveðinn tilgang, það er fullt af unaði, þegar veJ gengur, en skepnan mætir oft erfiðleikum og hættum,*sem hún verður að ráða fram úr og yfirstíga á hliðstæðan hátt og maðurinn, sem berst við mislynd náttúruöflin. Öllu þessu er lýst af mikilli gleði og innileika. Höfundurinn skynjar hið smáa á mjög næman hátt og tjáir sig svo eðlilega, ég vil segja því nær á fullkominn hátt í samræmi við efnið, svo að erfitt mun reynast að gera betur. Þessi umsögn á við

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.