Menntamál - 01.12.1939, Síða 65

Menntamál - 01.12.1939, Síða 65
MENNTAMÁL 191 næsta hefti Menntamála. Hér skal aðeins getið nokkurra niðurstöðu- talna: Lesefnið, sem rannsóknin nær yfir, er alls rúmlega 100 þús. orð. í þessu lesmáli koma fyrir 13635 orðmyndir. Ennfremur má geta þess, sem er harla eftirtektarvert, að 10 algengustu orðin eru ca. 10% af öllu lesmálinu 25 ---- —-------------- 20%--------------- 100 ---- —-------------- 50%-------. ---- 995 ---- —-------------- 75%--------------- Margan kennara mun fýsa að kynnast rannsókn þessari betur og færa sér niðurstöður hennar í nyt. Leikfimishús hefir ekki alls fyrir löngu verið tekið til notkunar við barnaskóla Fá- skrúðsfjarðar. Er þar einn stærsti og vandaðasti leikfimissalur á land- inu, með böðum og áhorfendapalli. Eiður Albertsson skólastjóri hefir átt mestan þátt í að koma því upp. Bindipdisvika var nýlega haldin í Reykjavík að tilhlutun þingstúku Reykjavíkur. Ýms félagssamtök tóku þátt í vikustarfi þessu, þar á meðal S. í. B. Jarþrúður Einarsdóttir kennari flutti ágætlega samið og snjallt erindi fyrir hönd S. í. B. Kennaraþing og. Landssýning. 5. fulltrúaþing S. í. B. var sett í Austurbæjarskólanum í Reykjavík 19. júní, en upeldismálaþing var sett á sama stað 23. júní. Báðum þingunum var slitið í samsæti að Hótel Borg að kvöldi 26. júní. Lands- sýning barnaskólanna stóð yfir í Austurbæjarskólanum um svipað leyti. Hún var opnuð 25. júní og henni lokað að kVöldi 9. júlí. Forsetar fulltrúaþingsins voru Gísli Jónasson, Sveinn Halldórss og Svafa Þor- leifsdóttir. Ritarar: Jón Kristjánsson, Klemenz Þorleifsson, Stefán Júlíusson og Þorleifur Bjarnason. Forsetar uppeldismálaþingsins: Frið- rik Hjartar og Kristján Sigurðsson, en ritarar: Margrét Jónsdóttir og Sigríður Valgerður Ólafsdóttir. Þingin og landssýningin báru mjög blæ af 50 ára afmæli kennara- samtakanna. Forsætisráðherra Hermann Jónasson setti uppeldismála- þingið, og var ræðu hans útvarpað. Við opnun landssýningarinnar töluðu auk formanns S. í. B.: Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri, Guðmundur Ásbjörnsson form. bæjarstjórnar Reykjavíkur og Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri. Hófið að' Hótel Borg sátu ca. 150 manns. Með'al

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.