Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 11
MENNTAMAL 3 ungum aldri. Hann varð sextugur 21. jan. s. 1., og var hann þá sæmdur á margan veg, vinir hans samfögnuðu honum og stofnanir alþjóðar svo sem útvarp og þjóðleik- hús heiðruðu hann sérstaklega. Þá var listar hans minnzt rækilega í öllum blöðum og honum veitt mörg sæmd önnur en hér er talin. Hér verður engin tilraun gerð til að fjalla um list Davíðs, en ég vil minna á, að hann sem önnur skáld vor eru venzlamenn kennara. Verk þeirra skipa veglegt rúm í kennslustofunum. En Davíð er líka gamall kennari. Veturinn 1922—23 kenndi hann íslandssögu og mannkynssögu í Gagnfræða- skólanum á Akureyri. Var hann ágætur kennari, hug- kvæmur og eljumikill. Hann tók upp þá nýbreytni að fela nemendum sérverkefni til að vinna að og gera grein fyrir þeim í kennslustundum. Af því má marka kennara- hæfileika hans og alúð, að hann skyldi geta komið öll- um nemendum í heilum bekkjum til að vinna þannig. Hann var um skeið prófdómari í skriflegri íslenzku við gagnfræðapróf og stúdentspróf í Menntaskólanum á Ak- ureyri og rækti það starf af trúnaði og vandvirkni. Ég ætla, að það sé ekki ofmælt, að flestum nemendum hafi fundizt meira til um það próf, er slíkur dómari skyldi dæma. Þó mun annað hafa verið meira vert. Davíð var mikill vinur skólameistarahjónanna Sigurðar og frú Hall- dóru og tíður gestur á heimili þeirra. Þá bar stundum til, að hann kom í heimavistina og ræddi við nemendur, og hann var oft gestur á hátíðum skólans og eftirsóttur ræðumaður, enda hverjum manni málsnjallari og sköru- legri. Norðlendingar, og þá einkum Akureyringar, eru stoltir af Matthíasi og Davíð. Menntastofnunum er það ómetanlegt happ að njóta návistar fremstu andans manna á hverjum tíma, að eiga þá að vinum og njóta starfa þeirra án rányrkju, ef kostur er. Sem gamall nemandi í Menntaskólanum á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.