Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 34

Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 34
26 MENNTAMAL Tafla þessi er góð áminning um að ,,stagla“. Náms- efnið í þessari tilraun var merkingarlausar samstöfur, en merkingarlaust námsefni er ekki að fullu sambærilegt við það efni, sem numið verður með skilningi. Því þykir rétt að vísa hér til orða Elmgrens: „Er nema skal náms- efni með merkingu er rétt að einbeita athygli að náminu og læra það í lotunni og beita skilningi sem framast má. En þegar festa skal þetta efni síðar í minni til langframa, er hagfelldast að dreifa yfirferðum.“ Því er sjálfsagt að temja nemendum að dreifa yfirferðum hóflega eftir því sem aðstæður leyfa. TÍMI OG MARKMIÐ. Flestir munu kannast við það af daglegri reynslu, að þeir eru fljótir að gleyma þeim efnum, sem þeir festu sér í minni án þess að ætla að muna þau lengi. Ræðumaður setur á sig ræðu sína, en hefur gleymt henni skömmu eftir að hann flutti hana, stundum svo gersamlega, að hann veit varla, um hvað hún fjallaði, enda þótt hann hafi nafn hennar og nokkur atriðsorð á blaði. Leikari gleymir oft hlutverki sínu, eftir að hætt er flutningi leikrits, málfærslumaður málsatvikum, þegar dómur er fallinn. Það gerist oft, að nemendur læra til þess að kunna vel í næsta tíma, því að þá vænta þeir þess að verða teknir upp, eða þeir læra fyrir próf og kæra sig kollótta um að muna efnið að prófinu loknu, enda gleymist það þá fljótlega. Norski sálarfræðingurinn Anathon Aal gerði tilraun, sem skar ótvírætt úr um mun á því að nema til langframa eða nema til næstu stundar. Tveir flokkar manna voru látnir læra sama efni með sama hætti, og sá munur einn á, að við annan flokkinn var sagt: „Ykkur verður hlýtt yfir þetta á morgun,“ en við hinn flokkinn: „Ykkur verður hlýtt yfir þetta einhvern tíma síðar.“ Báðum flokkum var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.