Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 57
MENNTAMÁL
49
hentar bezt. Þó munu þingmenn hafa verið á einu máli
um, að sumar þarfir væru jafnbrýnar hjá öllum þjóð-
um. Það á t. d. við 6. lið, rannsóknarstörf. Um það segir
svo í skýrslu þingsins:
„Hagnýtt starf skólasálfræðinga á rætur að rekja til
háskóla og annarra rannsóknarstofnana, sem fást við upp-
eldislegar og sálfræðilegar rannsóknir, og starfið skyldi
jafnan frjóvgast í sífelldum tengslum við þessar stofnanir.
Gagnkvæm viðskipti eiga að fara fram milli skólasálfræð-
ingsins og vettvangs hans, þar sem rannsóknarefnin segja
til sín, og rannsóknarstofunnar, sem ræður yfir mönnum
og tækjum til að sinna ströngum rannsóknum. Bæði sál-
fræðingurinn í hagnýta starfinu og vísindamaðurinn hafa
hag af samvinnunni, og hagnýtt daglegt starf fer þá ekki
á mis við notin af uppeldislegum og sálfræðilegum athug-
unum og tilraunum. Þetta má rökstyðja betur. Nefndin
lítur svo á, að skólasálfræðingur skuli hljóta faglega
menntun í nánu samstarfi við rannsóknarstofur fyrir
uppeldis- og sálarfræði. Enn fremur skyldi sálfræðileg
þjónusta í skólum vera rækt af þeim mannafla og svo ríf-
legu fé varið til hennar, að skólasálfræðingar hafi tæki-
færi til að sinna rannsóknarstörfum sjálfir eða vinna
náið með vísindamönnum á rannsóknarstofum að vísinda-
legum athugunum á þeim viðfangsefnum, sem þeim
ber að höndum í daglegu starfi. Þetta er eina ráðið til þess
að sálfræðileg þjónusta í skólum taki fullum og jöfnum
vexti, að því er tæknilega þáttinn varðar, en árangur af
mikilvægum rannsóknum á börnum og uppeldi kemur
jafnframt að gagni í daglegu starfi.
Ástæða þykir til að vekja athygli á því, að í flestum
löndum, jafnvel þar sem vísindaleg sálarfræði er vel á
veg komin, brestur tilfinnanlega fjárveitingu til uppeldis-
fræðilegra og sálfræðilegra rannsókna, og eru þær mest
komnar undir góðvilja og sjálfboðastarfi tiltölulega fárra
sálfræðinga við háskóla eða í uppeldisstarfi í öðrum stofn-
4