Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 10
2 MENNTAMAL komið, að nú er mörgum torskilinn kyrkingslaus lífsfögn- uður, lífsást, lífsþrá og lífstrú þeirra, sem aldir voru á friðaröld, en Dvíð gaf fögnuði þeirra, ást þeirra og trú málið með einfaldari fegurð en sú öld þekkti fyrr. En hann túlkaði líka sársauka og hroll allra, er sáu öld þeirri á bak með skyggnum sjónum og kviku hjarta. Davíð var fagnað af alþjóð, og fara hér á eftir nokkur orð úr fyrrnefndri grein Guðmundar. Má sjá af þeim, hvernig hann kom að íslenzkum dyrum: „Eins og skóg- arins barn kom hann inn í skáldheim íslenzkan, eins og sá, er setið hefir og raulað milli bliknaðra birkitrjáa, þeg- ar húmið kom og vindar feyktu laufum. Hann söng eins og sá, sem veit ekki, að hann er snillingur. Þrátt fyrir allt hið einfalda og barnslega var í tónum hans svimandi djúp alvitandi samkenndar og frumrænnar lífsvizku. Setn- ingar og vísur smugu inn í huga þess, er á hann hlýddi, án þess að áheyrandinn reyndi að setja þær á sig, reyndi að festa þær í minni. Svo skýtur þeim upp, þegar minnst varir, — og þær vagga huganum í undarlega eftirvænt- ingarríkum hugsvifum.“ Þannig lýsir Guðmundur Hagalín áhrifunum af Svört- um fjöðrum, fyrstu bók Davíðs. Síðan hefur Davíð fært mjög út ríki sitt bæði í list og löndum, en ástsældir hans hafa í engu þorrið. Hvert barn í landinu hefur kynnzt verkum hans, og nú er þeim einnig skylt að lesa þau og læra af lestrarbókum. En þar vil ég biðja Davíð og öðrum snillingum okkar nokk- urra griða. Ágætu kennarar, leiðið nemendur aldrei á fund merkra höfunda nema með ljúfu geði og hlýju þeli, því að þess eru dæmin, að gengið sé af bráðlifandi höfund- um steindauðum í lögboðnum kennslustundum, og hafa sumir aldrei siðan risið af þeim gröfum. Hitt vitum við fullvel, að íslenzk alþýða hefur leitað skáld sín uppi af sjálfsdáðum, og sennilega hefur ekkert íslenzkt skáld notið slíkrar þjóðhylli sem Davíð í lifandi lífi, hvað þá á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.