Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 22
14 MENNTAMÁL Ný lög um kennaramenntun í Danmörku. Á síðastliðnu ári settu Danir ný lög um menntun kenn- ara, og eiga þau að taka gildi 1. apríl n. k. Aage Mor- ville, skólastjóri Jonstrups Statsseminariums, segir ræki- lega frá löggjöf þessari í Dansk pædagogisk tidskrift, 9. hefti 1954. Verður drepið hér á nokkur atriði í grein hans. Morville bendir á, að nýju lögin brjóti vart í stór- um greinum gegn erfðavenjum í danskri löggjöf um menntun kennara, enda þótt ýmis nýmæli komi þar fram og leitazt sé við að fullnægja ýmsum þörfum nútímaskip- unar á atvinnu- og félagslífi. Enn sem fyrr eru námsgreinir kennaraskólanna óhóf- lega margar eða 18 talsins, svo að kennaraefni geti orðið fær um að kenna allar námsgreinir barnaskólanna. Telur Morville þetta vera meginveilu kennaraskólanna. Lögin taka til þrenns konar menntunar kennara: venju- legrar f jögurra ára menntunar, þriggja ára kennaramennt- unar stúdenta og tveggja og hálfs árs menntunar kenn- ara í yngri deild. Námstími kennara í yngri deild hefur verið aukinn um hálft ár, og hafa kennarar þessir heimild til að kenna í fjórum yngstu bekkjum barnaskóla. Þó mun vera nokkur munur á réttindum þeirra eftir því, hvort skólar eru í borgum eða þorpum og sveit. Virðist þessi skipun einkum höfð vegna sveita- og þorpaskólanna. Telur grein- arhöfundur mjög varhugavert að gera slíkan mun á kenn- urum, menntun þeirra réttindum og launum. Með nýju löggjöfinni er keppt að því að veita meiri menntun í kennarafræðum en verið hefur, en hún hefur numið 14% á stundaskrám kennaraskólanna. Hins vegar hefur miklum tíma verið varið til endurnáms í greinum miðskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.