Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 43

Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 43
MENNTAMÁL 35 er það frábærlega vel skipulagt, og sýnir glöggt, hve allt verklegt, hagnýtt nám er mikils metið meðal Breta. Hjá drengjum ber mest á frábærum tré- og málmsmíðaverk- stæðum, sem ekkert virðist til sparað, við nær alla skóla. þar er mjög fullkominn vélakostur, og efni allt ágætt. Mundi t. d. mörgum smíðakennaranum hér, þykja mikils um vert að fá hvort tveggja eftir vild, þurran efnivið og valinn. Rauðviður eða annað úrvals smíðaefni virtist alls staðar notað eftir þörfum. Árangur er víða ágætur, og áreiðan- lega myndu margir undrast alveg sérstaklega leikni ýmissa nemenda í málmsmíði. Aðbúnaður stúlknanna við verknámið er á sinn hátt alveg sambærilegur við aðstöðu drengja. Handavinnu- stofur þeirra eru ágætlega útbúnar, og eldhúsin yfirleitt mjög góð. Garðyrkja ýmiss konar er og stór liður í verklegu námi þessa stigs í mörgum skólahverfum Bretlands. Er hún að sjálfsögðu einkum kennd í sveitum, og tel ég hana til fyrirmyndar eins og hina verklegu kennslu þessa stigs yfirleitt. Búfjárrækt og alifuglarækt fer og í vöxt sem kennslugrein í þessum skólum í sveitum. — Jarðyrkju- stefnu brezku sveitaskólanna hef ég lýst nánar á öðrum stað, svo að ég ræði hana ekki frekar hér. í sambandi við hagnýta verklega kennslu fara svo fram mjög athyglisverðar og þaulskipulagðar atvinnu- leiðbeiningar. Sérstakir þar til kjörnir ágætismenn standa fyrir þessum leiðbeiningum á hinum ýmsu stöðum. Heim- sækja þeir skólana reglulega, ræða við nemendur ákveð- inna bekkja, bæði einslega og í heild, sýna þeim kvik- myndir varðandi ýmsar starfsgreinar, skipuleggja, ásamt skólastjórum, heimsóknir á vinnustöðvar, miðla aðgengi- legum fræðsluritum o. fl. o. fl. Þá hafa þeir fundi með kennurum og foreldrum eftir þörfum, o. s. frv. Munu þessar markvissu og einlægu leiðbeiningar hafa ómetan- legt gildi fyrir marga. Loks má geta, að þegar ungling-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.