Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 35

Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 35
MENNTAMÁL 27 hlýtt yfir efnið alllöngu síðar, og kom þá í ljós, að síðar nefndi flokkurinn bar af um kunnáttu á allan hátt. Af þessu má draga þá ályktun, að ekki sé heppilegt að tileinka sér námsefni til þess að muna það á ákveðnum tíma, hvort heldur er í kennslustund, æfingu eða á prófi, ef æskilegt þykir að muna efnið varanlega. Það er nú tízka að gagnrýna próf. „Eitt af því fáa, sem fundið verður að prófum með raunvísindalegum rökum, er ein- mitt það, að menn lesa undir þau með ákveðið tímatak- mark í huga.“ Á sama veg er það dálítið tvíeggjað í dag- legu skólastarfi, ef nemendur lesa námsgreinir sínar með það eitt í huga, að þeim verði hlýtt yfir þær daginn eftir, en hætt er við, að svo verði, ef þeir gera ráð fyrir því, að einkunnir þeirra ráðist eingöngu af daglegri kunnáttu í lexíunum. Réttara væri að miða einkunnir við fyrirvara- laus próf, því að þá ginnast nemendur síður til að lesa með of nálægt markmið fyrir augum. Að sjálfsögðu fer gildi prófa þó nokkuð eftir skólaanda, t. d. því, hversu miklum truflunum þau valda á skólastarfi að öðru leyti. UMFRAMÞJÁLFUN OG ENDURTEKNING. Þegar mikið veltur á því að læra efni svo vel, að það gleymist seint eða aldrei, verður að endurtaka svo mjög, að umframþjálfun er kallað. Það hefur t. d. reynzt mjög hagfellt, að umframþjálfunin nemi 50%, ef muna átti efni í 28 daga, og gaf umframþjálfunin því betri raun sem tíminn var lengri. Sem dæmi um umframþjálfun, er nemur 50%, má hugsa sér, að lesa þurfi lexíu 10 sinn- um til þess að geta endursagt hana villulaust, en síðan þarf að lesa hana 5 sinnum í viðbót, og er það umfram- þjálfunin. Það mun koma af umframþjálfun, hversu seint menn gleyma ýmissi leikni, svo sem að fara á skautum eða reiðhjóli. Gildi endurtekninga má sjá af eftirfarandi töflu, náms-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.