Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 44

Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 44
36 MENNTAMÁL arnir eru komnir út 1 atvinnulífið og búnir að starfa þar ákveðinn tíma, hafa fulltrúar stöðuvalsnefnda enn sam- band við þá til þess að komast að því, hvort þeir séu ánægðir með starfið eða ekki. Ef svo er ekki, er þeim hjálpað til þess að finna annað starf, sem fremur er við þeirra hæfi. Má því raunar segja, að ekki sé sleppt hendi af unga fólkinu, mörgu hverju, fyrr en það hefur „fundið sjálft sig“. Þá vöktu bókasöfn þessa skólastigs mikla athygli mína. Sérhver skóli hefur furðugott bókasafn í sérstakri og oftast rúmgóðri og ágætri stofu. Þar dvelur hver bekkur öðru hverju við nám, eftir ákveðnum reglum, og einnig fá nem. bækur heim. Þá er og lesstofan opin á ákveðnum tímum, síðdegis. Bækurnar kaupa skólarnir fyrir ákveðnar fjár- hæðir, sem þeim eru árlega veittar frá bæ og ríki. — f sveitum og víðar eru bókasöfn, sem lána skólunum viss- an bókafjölda ákveðinn tíma. Eru þá sérstakir „bókabíl- ar,“ sem flytja bækurnar til og frá, eftir því sem þurfa þykir. Má segja, að þetta fyrirkomulag sé algengt. Eins og allir kennarar vita, eru bókasöfn, með við- eigandi húsnæði, mjög æskileg fyrir hvern barna- og ungl- ingaskóla. Þetta hafa Bretar og frændur okkar á Norð- urlöndum séð fyrir löngu, og hafa því komið þessum mál- um í fast og mjög fullkomið horf. Skoðun mín er sú, að við eigum að taka þessi mál föstum tökum nú á næst- unni. Þurfum við þá m. a. og ekki sízt löggjöf, sem tryggir skólasöfnunum árlegar tekjur frá bæ (sveit) og ríki. Hið svo nefnda „house“-kerfi er yfirleitt viðhaft i öllum þessum skólum. Er þá hverjum skóla venjulega skipt í fjóra flokka (houses), sem hafa samkeppni um margt. Öllum skólastjórum bar saman um, að flokkaskipt- ing þessi skapaði heilbrigða keppni milli flokkanna, og hafi góð og bætandi áhrif á skólalífið í heild. Sumir láta „house“-kerfið aðeins ná til íþróttastarfseminnar, en aðr- ir líka til námsárangurs og daglegrar framkomu nem-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.