Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 71

Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 71
MENNTAMAL 63 skoðaðar frá bæjardyrunr félagsfræði og uppeldisfræði. Það er gefið út af Unesco, 19, Avenue Kléber, Paris—16e. Þá hafa Menntamálum borizt WCOTP Annual Report 1954. Er það ársskýrsla Alþjóðasambands kennara um þingið í Oslo 31. júlí—5. ágúst s. 1. Þing þetta fjallaði einkum um menntun kennara. Skýrslunni fylgir yfirlit um kennaramenntun í ýms- um löndum Preparation a l’enseignement. TIL LESENDA. Þegar Menntamál hófu göngu sína fyrir rúmum þrjátíu árum, segir stofnandi þeirra og fyrsti útgefandi Ásgeir Ásgeirsson, nú for- seti íslands, í niðurlagi ávarps: ,,„Menntamál“ eiga að vera blað kennara, og munu láta sig skipta öll uppeldis- og fræðslumál. Blaðið mun gera sér far um að halda sér við það efni. Það takmarkar að vísu kaupendafjölda, en því fastari stuðningur kennarastéttarinnar bætir það upp. Að því viljuni vér keppa, að geta orðið kennurum að sem beztu liði við dagleg störf þeirra. Rikið, bæjar- og sveitarfélög leggja fé til fræðslu- starfsins. Það er okkar kennaranna að sjá svo um, að eftirtekjan verði góð. Á þann hátt vinnum vér bezt fyrir hagsmuni stéttar vorrar, að rækja vel skyldur vorar. „Menntamál“ vilja Ijá lið sitt til að efla þá þekking og samstarf, sem þarf til að svo verði.“ í niðurlagsorðum 1. árgangs segir m. a. „Væntir blaðið þess styrks af öllum kennurum, að þeir kaupi það og borgi, og geldur sérstaka þökk þeim, sem frekar reyna að útbreiða það. Undir því er gagn- semd ritsins komin, að það sé útbreitt, en lífið á það undir því, að það sé borgað. ... Útgefandinn hefur glaðzt af því í hvert skipti, sem hann hefur orðið þess var, að blaðið hefur komið að nokkrum notum og finnur nú eftir veturinn enn betur hvilík nauðsyn er að lialda úti blaði fyrir kennara og foreldra." Elest af því, sem hér er mælt, á engu síður við í dag. Þó er sá munur á, að útgefandi er nú kennarar sjálfir, en tala þeirra liefur auk- izt stórum, síðan Menntamál hófu göngu sína. Ekki liefur þó ritið eflzt að sama skapi, og má það vart vanzalaust kallast, því að ritið verður ávallt nokkur mælikvarði á lífsmark, viðfangsefni og áhuga- mál kennaranna í landinu. Það er fjölmennur hópur og aflmikill. Ef öllu væri til skila haldið, ætti hagur ritsins því að standa með full- um blóma, ekki sízt eftir að framhaldsskólakennarar gerðust aðilar að því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.