Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 53

Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 53
MENNTAMAL 45 Hvað er "sociometri”? Á öðrum stað í hefti þessu er getið um nýja sænska bók um „sociometri". Þar eð ýmsum mun ókunnugt um þau fræði, þykir mér hlýða að skýra örlítið frá þeim. Með sociometri er átt við sérstakar aðferðir og jafnvel við- horf innan félagsvísindanna, þar sem leitazt er við að kanna og setja skilmerkilega fram tengsl einstaklinga inn- an ákveðinna félagsheilda. Ekki er mér kunnugt um neitt íslenzkt orð um hugtak þetta, ef til vill mætti kalla það tengslakönnun. Fræði þessi eru ung og ekki langt á veg komin, enda er þess ekki að vænta, þó er mjög mikilsvert fyrir kennara að kynnast þeim. Það er harla mikilvægt, að kennari geri sér glögga grein fyrir félagslegum tengslum nemenda í bekknum og félagslegri aðstöðu hvers þeirra. Ef nem- andi samþýðist ekki bekkjarheildina, má svo fara, að honum sé bekkjarvistin verri en engin að öllu samanlögðu. Á hinn bóginn getur kennari haft margs konar gagn af því að vita, hverjir eru vinsælastir og bezt til foringja fallnir í bekknum. Félagskönnunin auðveldar kennaranum að nýta sem bezt jákvæð félagsleg öfl innan bekkjarins og að vinna gegn spjöllum á hollum anda og yndi nem- andanna í bekknum. Margir munu hyggja, að ekki sé þörf á sérstakri könn- un, svo að kennara verði Ijóst, hversu félagsmálum bekkj- ar hans er komið, hvernig einstakir nemendur hans una sér, hvernig að þeim er búið af félögum þeirra o. s. frv. En það á hér við sem ella um hversdagslegustu hluti, að hugmyndir okkar um þá eru yfirleitt mjög óljósar. Án beinna athugana eða mælinga vitum við sjaldnast glögg deili á þeim. Við teljum sjaldan fært að gefa einkunnir án
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.