Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 64
56
MENNTAMÁL
Frá stjórn S. I. B.
1. Launamál.
Stjórnin hefur undanfarið unnið að því við menntamála-
og fjármálaráðuneytin að fá biðtíma kennara til fullra
launa styttan nú þegar til bráðabirgða um 2 ár að minnsta
kosti (úr 6 árum í 4 ár). Stjórnin telur annars rétt, að bið-
tíminn verði ákveðinn 2 ár, þegar ný launalög verða sett.
Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík samþykkti
áskorun til ríkisstjórnarinnar að veita kennurum launa-
bætur til bráðabirgða á þann hátt að færa þá úr 10. launa-
flokki í 8. launaflokk.
Stjórnir S. í. B. og S. B. R. skrifuðu sameiginlega
menntamálaráðuneytinu í sambandi við nefnda tillögu og
létu fylgja henni ýtarlega greinargerð.
Þessar bráðabirgðaráðstafanir til kjarabóta stéttinni
til handa hafa verið ræddar rækilega bæði við mennta-
málaráðherra og fjármálaráðherra, og eru þessi mál í
athugun hjá ríkisstjórninni.
hjá sér svo nefndum félagsheimilum, og munu þau, a.
m. k. sums staðar, bæta verulega aðstöðuna við skólahald-
ið, meðan önnur úrræði skapast ekki.
Það má því með sanni segja, að engin kyrrstaða hafi
ríkt á svæðinu í þessum efnum, þótt framkvæmdir hafi
ekki verið eins örar og æskilegt hefði þótt. En ef allt fer
að sköpum hin næstu ár, þykist ég þess fullviss, að fagna
megi margri nýrri framkvæmd á þessu sviði norðanlands,
og mundi það gleðja mig lífs og liðinn.
Ég hefði gjarnan viljað ræða nokkuð um kennslu og
kennara og viðskipti mín við þá, en það verður að bíða
betri tíma.