Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 18
10 MENNTAMAL innan aldursflokksins ber, en skólastjórinn gætir þess þó að hafa alltaf nokkra tilbreytni í því. Að vísu er raðað í þessar deildir af nokkru handahófi, eins og gert var er- lendis þar til fyrir skömmu, þ. e. raðað eftir mati kennara og skólastjóra og einkunnum. En ég tel, að oft sé þar farið nálægt hinu rétta, því að glöggur og réttsýnn kenn- ari metur áreiðanlega oftast rétt hæfileika og getu barns, þótt vel gert greindarpróf í góðs manns höndum sé ör- uggari mælikvarði og stefna beri að því að beita þeirri aðferð, þegar treggáfuðu börnunum er skipað í sérstakar deildir. Nákvæmni í röðun er þó ef til vill minna atriði en sjálft starfið með þessum nemendum. Það þarf að gefa kennurum þessara deilda tækifæri til þess að kynna sér, hvernig bezt er að haga lcennslustarfinu, fá fjölbreyttari Jcennslutæki og hafa fáa nemendur í hverri deild. Einnig er full ástæða til þess að athuga, hvort hyggilegt er að fá sama kennaranum eingöngu slíkar deildir til kennslu. Telja margir réttara, að þeir kenni einnig vel gefnum börnum, því að einhæfni í starfi sé óheppileg, en fjölbreytni að vissu marki holl. Ef til vill er þess ekki langt að bíða, að sálfræðileg þjónusta fáist að skólum hér á landi. Verður þá auðveld- ara um könnun á námsgetu barna og röðun í deildir. En ég held, að við eigum ekki að setja upp sérstakar stofn- anir fyrir treggáfuðu börnin, heldur eigi þau að sækja sama skóla og önnur börn í hverfinu. Ég sé heldur ekki ástæðu til þess að breyta fyrirkomulagi okkar um nöfn á deildum þeim, sem treggáfuðu börnin eru í, og mjög óráðlegt að kalla þær sérstöku nafni, hvort sem það er orð eins og hjálparbekkur eða annað. En það er þó ekki aðalvandamálið. Það, sem mestu máli skiptir, er að fá þessum börnum sem öðrum verkefni við hæfi þeirra. Þá verða þau hamingjusöm og starfsfús, hvort sem getan er mikil eða lítil. Til þess eiga þau kröfu, það er réttur þeirra, sem eigi má frá þeim taka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.