Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 45

Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 45
MENNTAMÁL 37 enda, og er það algengara. Verðlaunastarfsemi er mikil í þessu samþandi, eins og líka í mörgu öðru. Bezti árang- ur er víða þirtur vikulega. Þá er og algengt hið svo nefnda „prefect“-kerfi, en það er nemendastjórn, í náinni samvinnu við skólastjóra og kennara. Tíðkast hún líka sums staðar á „Primary“- stiginu. í nemendastjórninni eiga oft sæti tólf nemendur eða fleiri, og lítur hún eftir því, ásamt kennurum, að góð regla ríki úti og inni, og hjálpar skólastjóra og kennurum á ýmsan hátt, ef ástæða er til. Fundir eru haldnir öðru hverju, og eru skólastjóri og kennarar að sjálfsögðu þar með. Einhver nemenda heldur gerðabók. Ég fékk sums staðar að sitja slíka fundi, og þótti mér þetta allt athyglis- vert. Margir skólamenn töldu þetta fyrirkomulag hafa mikla kosti og mæltu eindregið með því. Varð ég einnig var við það á Norðurlöndum, en aðeins á fáum stöðum. Söng- og hljómlistarstarfsemi er mikil og margháttuð. Margs konar blásturshljóðfæri eru t. d. algeng, og hafa margir skólar furðugóðar hljómsveitir. Að lokum skal svo aðeins minnzt á félags- og íþrótta- starfsemi þessa stigs. Tel ég hvort tveggja til fyrirmynd- ar. í hverjum skóla eru mörg félög, sem reka fjölbreytta og athyglisverða starfsemi og hafa ákveðna fundardaga í skólunum. Mun hún tvímælalaust hjálpa nemendum til aukins þroska. í skóla einum í Kent voru t. d. fimmtán félög. — Kennarar eru þarna oftast með. Leikja- og íþróttastarfsemi Breta er umfangsmikil, eins og mörgum mun kunnugt. Er henni ætlaður ríflegur tími á stundaskrám. Þótti mér hún á margan hátt mjög eftirtektarverð, og er víðast hvar ágæt aðstaða til þeirr- ar starfsemi. — Ég gat þess fyrr, að Bretar kenna ekki á laugardögum. Það vakti m. a. athygli mína, að fjöldi kennara stundar íþróttir og leiki með nemendum á laugar- dögum í sjálfboðavinnu. Sýnir það glöggt, hve mikils þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.