Menntamál - 01.03.1955, Side 48

Menntamál - 01.03.1955, Side 48
40 MENNTAMÁL ALBERT JÓHANNSSON: Formskrift. I tímaritum kennarasamtakanna hefur að undanförnu örlítið verið drepið á sérstaka skriftaraðferð, sem mjög hefur rutt sér til rúms í Noregi og Danmörku síðast- liðin 2—3 ár og nefnd hefur verið .formskrift. Þar sem áhugi virðist vakinn fyrir skrift þessari, þykir mér rétt að kynna hana ofurlítið starfsbræðrum mínum og skýra frá þeirri reynslu, sem ég hef fengið við kennslu hennar. Magnús Gíslason, þá skólastjóri héraðsskólans að Skóg- um, ákvað haustið 1953, að skrift skyldi kennd eina stund í viku í fyrsta bekk skólans. Ég hafði numið formskrift á námskeiði, sem frk. Kjerstine Nielsen hélt við Kennara- háskóla Danmerkur veturinn 1952—1953. Það varð því að samkomulagi, að ég tæki að mér kennsluna og gerði til- raun með formskrift. Það mun álit margra kennara, að skrift og frágangi nemenda í 1. bekk gagnfræðaskólanna sé í mörgu áfátt. Veldur þar ýmislegt, en einn þátturinn er án efa sá, að skrift mun almennt lítið kennd eftir að barnaprófi er lokið, sem nú er einu ári fyrr en áður var, meðan gömlu fræðslulögin voru í gildi. Gefin er einkunn fyrir ritleikni við miðskólapróf. Það er að mínum dómi athugandi, hvort allir héraðs- og gagn- fræðaskólar eigi ekki að taka skrift á námsskrá sína, fram yfir það, sem nú er. Höfundur formskriftarinnar er norsk kona, Alvhild Bjerkenes að nafni. Mun hún að nokkru hafa sótt fyrir- mynd sína í handrit miðaldanna. Einnig gætir þar nokkuð enskra áhrifa. Segja má, að aðaltakmark höfundarins sé að gera skriftina eins einfalda og auðið er og minnka

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.