Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 27
MENNTAMÁL 19 fræðslu- og uppeldissstarfs verður aldrei nema að litlu leyti í tölum talinn né nákvæmlega veginn og metinn. Hitt mun þó einnig valda nokkru, að starfsaðferðum og vinnubrögðum, sem tryggt gætu sæmilegt öryggi í mati af þessu tagi, er enn ekki beitt í þágu fræðslu- og upp- eldismála hér á landi, nema að mjög óverulegu leyti. Á ég hér við starfsaðferðir uppeldis- og sálarfræði svo og hjálpargreina þeirra, einkum staðtölufræði (statistics). Það er skoðun mín, sem þó verður ekki rökstudd hér, að almenn fræðsla — skipulögð og kerfisbundin — geti verið tvíeggjað vopn, ef ekki er jafnframt beitt, henni til leið- beiningar og aðhalds, þeim tæknilegu vinnubrögðum, sem skipulagning af þessu tagi krefst, eðli sínu samkvæmt. 1 þessu greinarkorni verður leitazt við að benda á og gera smávegis grein fyrir, hvernig haga mætti staðtölulegri úrvinnslu nokkurra gagna og upplýsinga um fræðslu- og skólastarfið í landinu. Fræðslumálaskrifstofunni, fræðslu- ráðum eða fræðslufulltrúa berast árlega frá skólunum skýrslur um skólastarfið. Er þessum aðilum slík skýrslu- gerð að sjálfsögðu nauðsynleg til að fylgjast með rekstri og starfsemi skólanna almennt. Hins vegar vakir fyrir mér, hvort ekki mætti með ýtarlegri úrvinnslu þessara frumgagna afla nákvæmari og yfirgripsmeiri upplýsinga um árangur skóla- og fræðslustarfsins en nú virðist gert. Erfitt er að fullyrða að svo komnu máli, hversu mikils virði þau gögn eru í þessu efni, sem nú berast, eða hversu vel þau eru sniðin til úrvinnslu af þessu tagi. Líklegt má þó telja, að fyllri upplýsingar mætti fá frá skólastjór- um og kennurum um skólastarfið, ef þess væri óskað af réttum aðilum, og þá með því sniði, sem hentugt þætti. Myndi þetta varla kosta verulega fyrirhöfn af skólans hálfu fram yfir það, sem nú er. Einkunnir eru þau gögn, sem fyrst og fremst yrði unnið úr. Hygg ég, að tölulegar upplýsingar um meðal- árangur og dreifingu í einstökum námsgreinum myndu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.