Menntamál - 01.03.1955, Blaðsíða 68
60
MENNTAMÁL
Ester Herlak skrifar um Börneböger til aktiviserende geografi.
þar er hvort tveggja kennslufræðilegar bollaleggingar og leiðbein-
ingar og skrá um slíkar bcekur.
Skole og samfunn, nr. 8, 3. ár. flytur m. a. Stein Fossgard: Om mál-
settinga i den nordiske folkehögskulen. Jörgen Tunold: Krav til
lœrebökene váre — spesielt historie.
Skola och samhálle 6. h., 1954 flytur m. a. Olaf Thörn: Försök med
lásecirklar pá gymnasiet.
SKÓLATÍÐINDI 29. DESEMBER 1954.
Fjöldi skóla, kennara og nemenda:
Starfandi eru nú 134 harnaskólar (þar aí 5 einkaskólar) með 622
föstum kennurum, þar af 171 kona — 16 konur gegna skólastjóra-
stöðu. — Nemendur um 16í/2 þ.úsund.
Framhalds- og sérskólar eru 110 að nokkrum einkaskólum meðtöld-
um. Þar af eru 24 héraðs- og gagnfræðaskólar, 10 húsmæðraskólar og
14 iðnskólar. Alls starfa um 360 fastir kennarar við þessa skóla og
fjöldi stundakennara. Nemendur sennilega heldur færri en undan-
farin ár, áætlað um 9 þúsund alls.
Byggingar:
í smíðum eru 14 barnaskólar, sem byrjað var á árin 1943—
1953. Þetta ár var byrjað á 2 nýjum barnaskólum fyrir Aðaldal og
Húsavík og allstórri viðbót á Dalvík og í Kópavogi. Þá má kalla, að
hafin hafi verið að nýju bygging skólahússins í Breiðdal. Tveir skóla-
stjórabústaðir eru í smíðum og byrjað á öðrum tveimur. Haldið er
áfram byggingu tveggja gagnfræðaskóla í kaupstöðum, en ekki byrjað
á neinum nýjum. Hafin var bygging skólahúss íyrir íþróttakennara-
skólann að Laugarvatni, Hjúkrunarkvennaskólann og Menntaskólann
í Reykjavík. Haldið er áfram byggingu heimavistar við Mennta-
skólann á Akureyri.
Löggjöf:
Lög nr. 38, dags. 14. apríl 1954, um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna tóku gildi I. júlí þ. á. Reglugerð um sama efni var gel-
in út 15. júní s. 1.
Kostnaður:
Heildarkostnaður við skólahald á íslandi varð 58.162 milj. kr. árið