Menntamál - 01.03.1955, Page 45

Menntamál - 01.03.1955, Page 45
MENNTAMÁL 37 enda, og er það algengara. Verðlaunastarfsemi er mikil í þessu samþandi, eins og líka í mörgu öðru. Bezti árang- ur er víða þirtur vikulega. Þá er og algengt hið svo nefnda „prefect“-kerfi, en það er nemendastjórn, í náinni samvinnu við skólastjóra og kennara. Tíðkast hún líka sums staðar á „Primary“- stiginu. í nemendastjórninni eiga oft sæti tólf nemendur eða fleiri, og lítur hún eftir því, ásamt kennurum, að góð regla ríki úti og inni, og hjálpar skólastjóra og kennurum á ýmsan hátt, ef ástæða er til. Fundir eru haldnir öðru hverju, og eru skólastjóri og kennarar að sjálfsögðu þar með. Einhver nemenda heldur gerðabók. Ég fékk sums staðar að sitja slíka fundi, og þótti mér þetta allt athyglis- vert. Margir skólamenn töldu þetta fyrirkomulag hafa mikla kosti og mæltu eindregið með því. Varð ég einnig var við það á Norðurlöndum, en aðeins á fáum stöðum. Söng- og hljómlistarstarfsemi er mikil og margháttuð. Margs konar blásturshljóðfæri eru t. d. algeng, og hafa margir skólar furðugóðar hljómsveitir. Að lokum skal svo aðeins minnzt á félags- og íþrótta- starfsemi þessa stigs. Tel ég hvort tveggja til fyrirmynd- ar. í hverjum skóla eru mörg félög, sem reka fjölbreytta og athyglisverða starfsemi og hafa ákveðna fundardaga í skólunum. Mun hún tvímælalaust hjálpa nemendum til aukins þroska. í skóla einum í Kent voru t. d. fimmtán félög. — Kennarar eru þarna oftast með. Leikja- og íþróttastarfsemi Breta er umfangsmikil, eins og mörgum mun kunnugt. Er henni ætlaður ríflegur tími á stundaskrám. Þótti mér hún á margan hátt mjög eftirtektarverð, og er víðast hvar ágæt aðstaða til þeirr- ar starfsemi. — Ég gat þess fyrr, að Bretar kenna ekki á laugardögum. Það vakti m. a. athygli mína, að fjöldi kennara stundar íþróttir og leiki með nemendum á laugar- dögum í sjálfboðavinnu. Sýnir það glöggt, hve mikils þeir

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.