Menntamál - 01.08.1967, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.08.1967, Blaðsíða 22
116 MENNTAMÁL þeir hafa lítið eða ekkert mál getað lært á venjulegan hátt a£ þeim sökum og hefðu flestir verið kallaðir heyrnarlausir, áður en heyrnarmælingar komust á það stig, sem þær eru nú. í þessari grein verður orðið heyrnardaufur aðallega not- að um þá, sem hafa heyrnardeyfu á svo háu stigi, að þeir geta ekki lært málið á venjulegan hátt af þeirri orsök. Rétt til inngöngu í félagið eiga aðeins foreldrar og nán- ustu venzlamenn heyrnardaufra, en allir geta orðið styrkt- armeðlimir. Félagið mun beita sér fyrir kynningarstarfsemi um heyrnardaufa, og þessi grein, sem fjallar um kennslu þeirra, vandamál og möguleika, er rituð í þeim tilgangi að lýsa fyrir þeim, sem h'tið þekkja til, sérstöðu hinna heyrn- ardaufu, erfiðleikum þeirra og viðfangsefnum foreldra þeirra og kennara. Saga heyrnardaufrakennslunnar. Ég vil þá byrja með að segja frá nokkrum helztu atriðum úr sögu heyrnardaufrakennslunnar, stikla aðeins á því stærsta, enda er ekki margt vitað um hina heyrnardaufu fyrr á tímum. Sagan hefur lítt hirt um að geyma nöfn þeirra eða verk, enda erfitt fyrir þann, sem ekkert mál hefur, að láta sín getið að nokkru því, sem sagan teldi þess virði að geyma. Þó er þeirra sums staðar minnzt, t. d. dæmdi hinn frægi gríski heimspekingur, Aristóteles, þá, sem ekkert mál hefðu til að lifa, óupplýsta. Hann taldi, að málið væri undir- staða allrar þekkingar og því væri sá, sem ekkert mál hefði, ófær til allrar menntunar. Aristóteles kom alls ekki auga á, að málleysið stafaði af heyrnardeyfu á háu stigi. Þessi skoð- un Aristótelesar var heyrnardaufum til hinnar mestu óþurft- ar langt fram eftir öldum. Hjá Rómverjum virðist þó heyrn- ardaufum hafa verið einhver gaumur gefinn, því í lögbók Justinianusar um 500 er svo fyrir mælt, að þeir skuli hafa forráðamann, sem gæti réttar þeirra og hagsmuna. Ýmsir miðaldakirkjunnar menn héldu því fram, að fagnaðarboð- skapur kirkjunnar næði aðeins til mannanna gegnum hið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.