Menntamál - 01.08.1967, Page 70

Menntamál - 01.08.1967, Page 70
164 MENNTAMÁL aðstæður og aðdragandi væru hliðstæð. Og varðandi tengsl framkvæmdaratriða óeirðanna við íslenzka atburði ætti eng- inn kennari að þurfa að vera í vandræðum, aðeins liðugum áratug eftir gullöld Tígrisklóarinnar og Sannra Vestur- bæinga . . . Ef aðleidd kennsla tekst vel, verður námið lifandi, tengt vandamálum, sem nemendur þekkja og finna fyrir, og nem- endur alast upp til hlutlægs skilnings manns og samfélags. Ég held að ég hafi þetta spjall þá ekki lengra. Ég tel ekki tímabært að bera á borð ykkar stórfenglegar ályktanir, enda er málið í deiglunni. Ég hygg þó, að við geturn verið sam- mála um það, að samfélagsfræði eigi afar brýnt erindi inn í skóla okkar, en eigi hún að geta rækt það hlutverk, sem við viljum fá henni, þurfum við áreiðanlega að taka til rækilegrar endurskoðunar viðteknar venjur okkar í kennslu- háttum.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.