Menntamál - 01.08.1967, Page 71

Menntamál - 01.08.1967, Page 71
MENNTAMÁL 165 Ríkisútgáfa námsbóka 30 ára Árið 1937 var Ríkisútgáfa námsbóka stofnsett samkvæmt lögum frá Alþingi. Lögin um Ríkisútgáfuna voru síðan endurskoðuð árið 1956 og starfssvið hennar þá aukið veru- lega. Hlutverk útgáfunnar er fyrst og fremst að sjá nemend- um á skyldunámsstigi fyrir ókeypis námsbókum. Kostnaður við þetta er að 2/3 hlutum greiddur með námsbókagjaldi, sem lagt er á alla þá, sem hafa á framfæri sínu eitt eða fleiri skólaskyld börn, og að 1/3 hluta úr ríkissjóði. Enn fremur gefur Ríkisútgáfan út og selur handbækur fyrir kennara og ýmiss konar hjálpargögn. Auk þessa rekur Ríkisútgáfan verzlun með skólavörur og kennslutæki. Loks 'hefur Ríkis- útgáfan frá árinu 1957 lagt áherzlu á að safna innlendum og erlendum kennslubókum, kennslufræðiritum og kennslu- tækjum með það fyrir augum að koma á fót skólasafni fyrir kennara og aðra, sem áhuga hafa á fræðslumálum. Á s. 1. ári lánaði útgáfan Samb. ísl. barnakennara u. þ. b. helminginn af þessum bókakosti, en sambandið er um þess- ar mundir að opna lesstofu fyrir kennara í húsnæði sínu að Þingholtsstræti 30. Stjórn Ríkisútgáfu námsbóka skipa nú: Kristján Gunn- arsson skólastjóri, formaður; Helgi Elíasson fræðslumála- stjóri, Gunnar Guðmundsson skólastjóri, Friðbjörn Ben- ónísson kennari, Pálmi Jósefsson skólastjóri. í tilefni 30 ára afmælis Ríkisútgáfu námsbóka höfðu Menntamál tal af Jóni Emil Guðjónssyni framkvæmda- stjóra. — Ríkisútgáfan á merkisafmæli um þessar mundir, Jón. — Já, það var þann 1. apríl 1937 sem námsbókanefnd hélt sinn fyrsta fund, og seinna þetta sama ár var bókum úthlutað í fyrsta sinn ókeypis til skólabarna á vegum Ríkis- útgáfunnar.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.