Menntamál - 01.08.1967, Blaðsíða 46

Menntamál - 01.08.1967, Blaðsíða 46
140 MBNNTAMÁL hvern frá öðrum, ef sama rödd segir þá í sömu tónhæð, en rödduðu málhljóðin þekkjum við alltaf hvert frá öðru, þótt þau séu sögð í sömu tónhæð og hvaða rödd sem segir þau. Hvert þeirra hlýtur því að liafa sitt séreinkenni, sem eyrað getur þekkt það á. Menn veltu því lengi fyrir sér, hvað það væri í málhljóðunum, sem gerði okkur mögulegt að að- greina þau, og enn mun það varla vitað, svo hægt sé að skilgreina það af fyllstu nákvæmni, en þó er nú fullvíst tal- ið, að mismunandi samsetning yfirtóna málhljóðanna geri okkur þetta mögulegt. En hvort sem það nú er vegna þess, að einn eða fleiri yf- irtónar hvers málhljóðs eru sterkari eða veikari en þeir ættu að vera í venjulegum tóni, svokallaðir formantar eða ein- kennistónar, eins og áður var talið, eða ákveðið hlutfall milli hinna ýmsu yfirtóna einkennir þau hvert frá öðru, er þó full- víst talið, að við verðum að geta heyrt nokkurn veginn jafn- vel tóna allt upp í 3500 sveil lur á sek. til að geta aðgreint öll málhljóðin. Og enginn vafi er talinn á því, að séreinkenni hvers málhljóðs liggi í yfirtónum þess. Heyri barn jafn vel tóna upp í 500 sveiflur á sek. er lík- legt, að það heyri grunntóna flestra rödduðu málhljóðanna, en ekki séreinkenni þeirra, sem liggja hærra á tónstiganum en það getur heyrt, og því verða málhljóðin eins í eyrum þess. Barn með heyrnarlínurit eins og 3. mynd sýnir, mundi hafa möguleika til að greina hljóðfall (rythma) málsins gegnum eyrað, væri það sérstaklega æft í því, en skiljanlegt mál gæti það ekki lært gegnum heyrnina, vegna þess að það gæti ekki heyrt séreinkenni hinna ýmsu málhljóða. Málfarseinkenni. Heyrnardeyfan hefur mismunandi áhrif á málfarið, eftir því á hve háu stigi það er. Barn, sem hefði heyrn eins og 4. mynd sýnir, mundi hafa ófullkomið mál, úr því mundu falla flest áherzlulaus at- kvæði, forsetningar, samtengingar og ýmis önnur orð, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.