Menntamál - 01.08.1967, Blaðsíða 38

Menntamál - 01.08.1967, Blaðsíða 38
132 MBNNTAMÁL geti ekki án tækjanna verið, og eru þá fljót að segja til, ef tækið bilar. Heyrnartæki geta kornið heyrnardaufum börnum að veru- legum notum í mörgum tilfellum og verið þá foreldrum þeirra og kennurum til mikillar hjálpar. En því miður er það oft, að ekki stoðar að magna hljóð með heyrnartæki til þess að dauft eyra heyri það. Til þess að heyra og aðgreina öll hljóð málsins þurfum við að geta heyrt 3500 mismun- andi tóna, en það er aftur nauðsynlegt til að við getum lært að tala rétt það mál, sem við heyrum. í eyranu eru líffæri, sem hæfa hverjum einstökum tóni og flytja áhrif hans til heilans. Sé nú jrað líffæri, sem flytja á áhrif ákveðins tóns, bilað, heyrist hann aldrei, hve sterkur sem hann er gerður; eyrað getur þá ekki fremur heyrt hann en steinblint auga getur séð sterkt ljós. En eins og áður er tekið fram er sjald- gæft, að heyrnarbilunin sé svo alger, að eyrað greini ekkert af tónum þessa tónstiga, séu þeir magnaðir nógu mikið. Kennsla og skólavist. Ég mun þá láta útrætt um heyrnartækin að sinni og fara nokkrum orðum um kennslu heyrnardaufra og vandamál hennar. X Heyrnardauf börn hér á landi eru skólaskyld frá 4 til 16 ára aldurs. Þótt svo virðist í fljótu bragði, að 4 ára barn hafi vart þroska til að ganga í skóla, gegnir öðru máli, þegar um það er að ræða að kenna heyrnardaufu barni að tala, en þegar kenna á heyrandi barni venjulegar námsgreinar. Sá regin munur er á kennslu heyrnardaufra og heyrandi barna, að kennsla hinna fyrrnefndu miðast öll við að skapa mál hjá barninu, en málið er aftur sá grundvöllur, sem flest önnur kennsla byggist á. Öll þau 12 ár, sem heyrnardaufa barnið er í skóla, snýst öll kennslan um það að bæta mál þess og auka orðaforða þess og málskilning, líka þegar því eru kenndar venjulegar námsgreinar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.