Menntamál - 01.08.1967, Side 40

Menntamál - 01.08.1967, Side 40
134 MENNTAMÁL orði, sem barnið hefur lært, liggur mikil vinna, bæði hjá kennara og nemanda. Aðal vandamál kennarans er að geta unnið nógu lengi með það sama án þess að ofþreyta barnið og gera það leitt á viðfangsefninu. Það hjálpar kennaranum þá oft, að börn gleðjast yfir litlu og smávægileg tilbreyting getur orðið að skemmtilegum leik í Jreirra augurn. Þá veltur og mikið á því, hversu vel kennaranum tekst að láta tján- ingarþörf barnsins fá útrás með þeim orðum og setningum, sem hann er að kenna Jreim. Þegar augu barnsins hafa opnast fyrir Jrví, að skrifuð orð hafa merkingu, er auðvelt að láta þau skilja öll/þlutlæg orð, orð sem hægt er að sýna Jreim hvað þýða, en það krefst alltaf mikillar vinnu, vandvirkni og Jrolinmæði að kenna Jreim að muna orðin, segja þatt og lesa af vörurn. X Vandi kennarans eykst um allan helming, þegar hann Jrarf að útskýra óhlutlæg orð fyrir barninu. Mjög oft er hann ekki viss um, hvort honum hefur tekizt að láta barnið leggja sömu merkingu í orðið og hann sjálfur. Þá verður kennarinn sífellt að sitja um tækifæri, þar sem orðið á við, skapa aðstæður, sem skýra hvað Jrað táknar, og reyna á allan hátt að útvíkka merkingu þess og tryggja, að barnið fái á Jrví sem réttastan skilning. Vandinn við að útskýra óhlut- læg orð er alltaf mikill, en minnkar Jró, eftir því sem orða- forði barnsins eykst og mögulegt verður að útskýra merk- ingu nýrra orða með orðum, sem barnið hefur lært. f Kennara heyrnardaufra barna er nauðsynlegt að hafa í huga, hvernig málið þróast hjá heyrandi börnum, og velja heyrnardaufa barninu verkefni með hliðsjón af því; byrja t. d. á Jrví að kenna heyrnardaufa barninu þau orð og setn- ingar, sem heyrandi börn læra venjulega fyrst. Hvernig Jrað svo tekst að skapa mál hjá heyrnardaufa barninu fer eftir gáfnafari þess, heyrnarleifum og skaplyndi og ekki hvað sízt eftir kennara þess. Það munu fá störf, sem sanna eins vel málsháttinn: veldur hver á heldur — eins og kennsla heyrnardaufra.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.