Menntamál - 01.08.1967, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.08.1967, Blaðsíða 23
MENNTAMÁL 117 heilaga orð, og því hlytu þeir, sem engin orð skildu, að fara á mis við hann. Þar sem kirkja þeirra tíma skipaði öllu fólki til vistar í hinum efri eða neðri stað eftir dauðann, er augljóst, hvar hinum mállausu hefur verið ætlaður staður að jarðlífinu loknu, og vart hefur tilhugsunin um vistina þar verið þeim raunabót. Aðrir álitu, að fyrst guð hefði skapað fólk með þennan ágalla ætti það að vera svo, því verk- um guðs hefði enginn maður leyfi til að breyta. En þrátt fyr- ir þetta eru a. m. k. til ýmsar sagnir um kirkjunnar menn, sem liðsinntu hinum mállausu. Árið 1550 skrifar þekktur ítalskur stærð- og eðlisfræð- ingur, Hieronimus Cardano að nafni, ritgerð um skilning- arvitin. Hrekur hann þar hina gömlu kenningu Aristóteles- ar, að mállausir væru óhæfir til náms, og var sá fyrsti, sem hélt því fram, að málleysi stafaði af heyrnarleysi, og sýnir með ljósum rökum frarn á, að heyrnar- og mállausir geti lært, þó þeir hafi engin orð. Sjáanleg merki geti líka tjáð hugsanir og bendir í því sambandi á egypzka myndletrið, en það var táknmyndir en ekki orð. Cardano gerði glögga grein fyrir, hvernig hægt væri að kenna mállausum. Hann stofnaði þó ekki skóla, en kenn- ingar hans vöktu mikla athygli. í byrjun 17. aldar kenndi spánskur munkur, Petro Ponee de Leon að nafni, tveimur mállausum aðalsmannssonum að tala, lesa og skrifa, og er það í fyrsta skipti í sögunni, að órækar sannanir liggja fyrir um, að það hafi verið gert. Petro Ponee de Leon skrifaði ekki um kennsluaðferð sína, en maður að nafni Pablo Bonet, sem var ritari hjá aðals- manninum, sem var faðir drengjanna, skrifaði bók um kennsluaðferð Leons og kom hún út í Madrid 1620. Það er fyrsta bók í heiminum, sem fjallar um þessi efni. Hún sýnir ljóslega, að Leon hefur byggt kennsluaðferð sína mik- ið á kenningum Cardanos. Frá þessum tíma og þangað til á ofanverðri 18. öld voru gerðar ýmsar tilraunir til að kenna mállausum, en þær verða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.