Menntamál - 01.08.1967, Qupperneq 76

Menntamál - 01.08.1967, Qupperneq 76
170 MENNTAMÁL — Kennarar segja iðulega, að þetta eða hitt þurfi Ríkis- útgáfan að gera, og flest er það rétt, en gallinn er bara sá, að næsta takmarkað er hægt að gera af fjárhagsástæðum. Það væri mikill styrkur fyrir viðleitni útgáfunnar, ef skólarnir og kennararnir keyptu almennt og notuðu það, sem hún gefur út af hjálpargögnum, svo að meira væri hægt að gera af þessu tagi. — Það er sérstaklega tvennt, sem Ríkisútgáfan þyrfti að hafa fjármagn til að gera: í fyrsta lagi útgáfa bóka og hjálp- argagna, sem hentuðu við kennslu barna, sem eru fyrir neð- an meðallag að námsgetu. Ekkert hefur enn verið hægt að gera á þessu sviði, en það tel ég mjög nauðsynlegt. Og í öðru lagi endurskoðun og endurskipulagning lesbókakerf- isins á barnastiginu og viðbót við lesefnið á gagnfræðastig- inu, en þar hefur verið gefið út myndarlegt safn í 4 heftum. — Hvernig hefur starfsaðstaðan verið þessi ár? — Við höfum lengst af búið við þrengsli og ófullnægj- andi starfsskilyrði, en nú eru horfur á að úr rætist, þar sem Ríkisútgáfan hefur keypt aukið húsnæði. Nú er unnið að því að innrétta þetta húsnæði og batna þá starfsskilyrðin verulega, en auðvitað þrengir það fjárhaginn nokkuð í bili. — Ég vil að lokum segja þetta: Við höfum haft miklu meiri verkefni en komizt hefur verið yfir, og þótt fjárhagur- inn hafi batnað, er starfið þó miklum takmörkunum háð. Ég álít, að Ríkisútgáfan hafi það þýðingarmiklu hlutverki að gegna í þágu skólanna, að ríkisvaldið ætti að búa sem bezt að henni, og ber fram þá ósk, að svo megi verða. Hjá okkur verður engu endanlegu takmarki náð. Hlutverk Rík- isútgáfunnar er að reyna að gera sér sem bezta grein fyrir því, hvers skólarnir þarfnast á hverjum tíma, koma auga á ný og nauðsynleg verkefni og framkvæma þau. Til þess að vel megi takast er nauðsynlegt, að náið og gott samstarf sé á milli skólanna og Ríkisútgáfunnar, því að Ríkisútgáfan er ekki venjulegt útgáfufyrirtæki heldur fyrst og fremst þjón- ustustofnun fyrir skólana og allan almenning í landinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.