Menntamál - 01.08.1967, Side 80

Menntamál - 01.08.1967, Side 80
174 MENNTAMÁL dugmestur er fremur hinn, sem skilur einmitt það, sem þörf er á til að ná markmiðinu með lestrinum og getur með árangri breytt um lestraraðferð með tilliti til þyngdarstigs lesefnisins og tilgangsins með lestrinum. Tilgangurinn á að ákvarða lestraraðferðina. Kennarinn á þess vegna, þegar á frumstigi lestrarnáms- ins, að venja nemandann á að hugsa um, hvaða tilgangi hann ætlar að þjóna með lestrinum, og velja síðan með þetta markmið í huga þá lestraraðferð, sem hæfir. Lestur, sem hefur þann tilgang að leita skýringar á einni eða tveim- ur afmörkuðum staðreyndum, er af annarri gerð en lestur, sem hefur það markmið að finna orsakir atburðarásar eða afleiðingar tiltekinna aðgerða. Lestrarrannsóknir hafa leitt í ljós, að tilgangurinn með lestrinum ákvarðar að miklu leyti lestrarhraðann og stigið á efnisskilningnum. Það er þess vegna mjög mikilvægt, að nemandinn geri sér ljóst, i hvaða skyni hann les. Hann þarf að vera fær um að álykta, hvað það er, sem knýr hann til lestrarins; les hann til að fá svör við ákveðnum spurn- ingum? — til að lesa textann seinna upphátt fyrir aðra? — til að læra hann utan að? — til að öðlast skilning á tveimur ólíkum sjónarmiðum í tilteknu máli? — til að bera saman stafsetningu ákveðins orðs? o. s. frv. Tilganginn með lestr- inum, eggjandann, verður lesarinn að gera sér ljósan. Þá fyrst verður lesturinn verulega árangursríkur. Sé þetta sjónarmið viðurkennt, þýðir það, að kennarinn á ekki að varðveita innihald textans eins og leyndardóm, sem fyrst eftir lesturinn má opinberast. í stað þess ætti að gera nemandanum tilganginn með lestrinum ljósan, áður en lesturinn er hafinn. Þ. S. þýddi úr Lárartidningen — Svensk skoltidning presentationsnummer 1967.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.