Menntamál - 01.08.1967, Side 74

Menntamál - 01.08.1967, Side 74
168 MENNTAMÁL eindregið óska þess, að svo verði — og heiti á kennara að bregðast vel við. — Hvað um bækur fyrir unglingaskólana? — Fyrir unglingastigið höfum við að vísu gefið út færri bækur, en stærri. Þar höfum við líka reynt að koma með nýjungar, t. d. má nefna Félagsfræði eftir Magnús Gíslason, sem orðin er föst úthlutunarbók, og Starfsfræði eftir Krist- in Björnsson og Stefán Ól. Jónsson, sem nýlega var gefin út sem handrit, og erum við að reyna að fá álit kennara á henni. — Hvað er að segja urn aðra útgáfustarfsemi ykkar en hinar eiginlegu námsbækur? — Á seinni árum höfum við farið inn á þá braut að gefa út ýmiss konar hjálparbækur og hjálpargögn, en á því er mikil þörf. Eg get nefnt sem dæmi nýútkomna Verkefnabók i föndri eí'tir Þóri Sigurðsson. Þá er í undirbúningi eins konar lesbók með verkefnalistum í íslandssögu, sem nefnist Eill er landið, og er eftir Stefán heitinn Jónsson rithöfund. Áður höfum við gefið út Söguna okkar, sem einnig er les- bók í íslandssögu. Æskilegt væri að gefa út slíkar hliðar- bækur í fleiri greinum, t. d. í landafræði, sem nota mætti sem hjálpargögn við starfræna kennslu. Enn get ég nefnt, að í undirbúningi er Matreiðslubók, sem samin er sérstak- lega með tilliti til gagnfræðaskólanna. — Enn annar þáttur, sem æskilegt væri að Ríkisútgáfan gæti sinnt betur, er útgáfa hvers konar handbóka fyrir kenn- ara. í Frakklandi og Bandaríkjunum, þar sem ég hef kynnt mér litgáfu kennslubóka, er algengt að sjálfri kennslubók- inni fylgi handbók fyrir kennarann. Mjög væri æskilegt að þetta væri unnt hér. Við höfum aðeins getað gefið út tvær eiginlegar handbækur fyrir kennara, báðar í átthagafræði. — Hver var reynslan af þeim? — Þetta voru góðar og gagnlegar bækur, en útgáfa af þessu tagi er erfið hér, sölumöguleikar eru takmarkaðir og útilokað að þær beri sig fjárhagslega. Rétt er að geta þess

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.