Menntamál - 01.08.1967, Page 39

Menntamál - 01.08.1967, Page 39
MENNTAMÁL 133 Fyrstu eitt til tvö árin fara oft í að undirbúa barnið, og allt, sem því er kennt á því tímabili, verður að vera í ein- hvers konar leikformi, en leyndur tilgangur í hverjum leik, sem miðar að því að kenna barninu mál. Fljótt er byrjað á að kenna barninu að þekkja nöfn á ýmsurn hlutum og æfa þau í að lesa þau af vörum. Þá er strax farið að æfa rödd þeirra og byrjað að kenna þeim að segja málhljóðin, auk þess eru þau látin lita og kennt ýmiss konar smáföndur við þeirra hæfi að ógleymdu því, að reynt er að kenna þeim að nota heyrnartæki, hafi þau ekki komizt upp á lag með það áður, og þeim er kennt að hlusta eins vel og þau hafa möguleika til. Æfingar í að segja hljóðasambönd, orð og setningar halda áfram öll skólaárin, einnig þjálfun í að lesa mælt mál af vörum, og sífellt er unnið að auknum orða- forða og málskilningi. Námsgreinar eru hinar sömu og heyrandi barna, nema það er sjaldgæft að lieyrnardaufum séu kennd erlend mál. /C Eins og áður er tekið fram er markmið heyrnardaufra- kennslunnar annað en almennrar kennslu og vandamál og viðfangsefni kennarans því önnur. Þegar heyrnardaufa barnið kemur í skóla, er fyrsta verk- efni kennarans að hæna það að sér og velja því verkefni við þess hæfi og í því formi, að barnið langi til að vinna það, sem kennarinn vill láta það gera. Réttara væri reyndar að segja að láta það leika það, sem kennarinn vill láta það vinna, því fyrstu eitt til tvö árin verður flest það, sem gert er með barninu, að vera í leikformi. Heyrandi barn hlustar á mælt mál rnest af þeim tíma, sem það vakir, og það er æði oft búið að hlusta á sama orðið, áður en það er búið að læra að segja það. Heyrnai'daufa barnið getur þetta ekki. Það verður að læra sama orðið á þrennan mismunandi hátt: læra að þekkja það skrifað, læra að segja það og læra að lesa það af vörurn. Það er því augljóst, hve rniklu erfiðara það er fyrir heyrn- ardauft en heyrandi barn að læra að tala. Að baki hverju

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.