Menntamál - 01.08.1967, Side 48

Menntamál - 01.08.1967, Side 48
142 MENNTAMÁL að það hjálpaði barninu verulega, að því sé ætlað sæti senr næst kennaranum. En kennarinn þarf að taka sérstakt tillit til barnsins, tala við það í skýrum, sterkum rómi, leiðrétta hjá því hljóðskekkjur, sem vera kunna á máli þess; og vegna þess að orðaforði barnsins kann að vera minni en bekkjar- systkina þess, getur kennarinn þurft að útskýra fyrir því orð, sem sjálfsagt þætti, að það þekkti. Það er einnig mikils virði fyrir barnið, að hljómburður í kennslustofunni sé góður og enginn truflandi hávaði. Þegar heyrnardeyfan er meiri, þarf að nota heyrnartæki barninu til hjálpar, en erfitt er að segja nákvæmlega á hvaða stigi heyrnardeyfunnar þarf að grípa til þeirra, jrví það get- ur verið allmismunandi, a. m. k. þegar hún er ekki á háu stigi. Hlutverk heyrnartækjanna er að gera barninu mögulegt að heyra málið eins og það er talað, en möguleikarnir til þess fara eftir því, hvernig heyrnartapið er, live vel tekst að stilla tækið eftir þörfum barnsins og hversu vel barninu gengur að notfæra sér þá heyrn, sem það hefur, en á því getur verið allverulegur munur. Heyrnarmælingar (puretone-mæling- ar), sem lýst var hér að framan, gefa að vísu góða hugmynd um, hvernig barnið heyrir, en það er samt ekki víst, að mál barnsins sé í réttu hlutfalli við þær, nema þegar um er að ræða heyrnardeyfu á svo háu stigi, að barnið lærir ekkert mál á eðlilegan hátt. Til að ganga betur úr skugga um mál- hæfni barnsins miðað við heyrn þess þarf að beita sérstök- um talprófum (speechaudiometri), en þau eru ekki enn fyr- ir hendi hér á landi, en Heyrnarhjálparstöðin mun nú vera að útbúa slík próf. Heyrnartækin magna það hljóð, sem til eyrans berst, og hafa auk þess mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi að láta tónana heyrast sem jafnast, því, eins og áður er tekið fram, þurfum við að geta heyrt tónstigann allt upp í tóna með sveiflutíðnina 3500 nokkurn veginn jafnvel til að geta heyrt og aðgreint hljóð málsins.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.