Menntamál - 01.08.1967, Page 69

Menntamál - 01.08.1967, Page 69
MENNTAMÁL 163 viðfangsefninu, þ. e. skýringu fyrirbaerisins. Kennarinn gæti t. d. vikið að eftirtöldum atriðum, sem öll geta átt nokkurn þátt í skýringunni: 1) Saga hvítra manna og svartra í Nýja heiminum; saga þrælahaldsins. 2) Afnám þrælahaldsins. Borgarstyrjöldin 1861—1865, lyktir hennar og afleiðingar. 3) Áhrif ósigursins á Suðurríkjamenn. Andstaða Suð- urríkjamanna gegn Norðurríkjamönnum. Leyni- félög, svo sem Ku-Klux-Klan. 4) Kjör blámanna eftir afnám þrælahalds: tekjur, menntun. 5) Friðsamleg réttindabarátta blámanna, áhrif, árang- ur. 6) Óánægja blámanna með árangur hinnar friðsam- legu baráttu í landi, þar sem þróun er örari en víðast hvar annars staðar. 7) Upphaf „ófriðsamlegrar" réttindabaráttu blá- manna. Samtök á borð við „Black Muslims“ o. s. frv. Enn mætti taka margt til, en ég læt hér staðar numið. í æðri skóla mætti dýpka skýringarmöguleikana, ræða um lióphegðun manna, sjálfkvæmar (spontan) samfélagshreyf- ingar o. fl. Hið mikilvægu er að leita allra skýringarmögu- leika með nemendunum, en ekki einungis l'yrir þá. Þannig læra nemendur hlutlæga hugsun, sem þeir leggja til grund- vallar mati. Dæmið, sem ég tók, var nærtækt að svo miklu leyti, sem allir þekkja það að einhverju leyti úr fréttum. Hins vegar var dæmið útlent og miðaðist engan veginn við íslenzkar aðstæður. Hér verður því kennarinn að hafa hugann vel opinn fyrir öllum tengslum. Nemendur verða að öðlast þann skilning, að slík vandamál sem kynþáttaóeirðir eru aðstæðubundin, sögubundin o. s. frv. Jafnvel þótt atburð- irnir gerist ekki hér, gætn svipaðir atburðir gerzt hér, ef

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.