Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Síða 18

Menntamál - 01.02.1972, Síða 18
meðallagi gott meðan á ferðinni stendur. Hvaða önnur atriði haldið þið, að skipti máli? N 1. Ég sagði áðan, stærð geymanna. N 2. Eyðslan á hverjum kílómetra. K. Heldur sjómílu. Vegalengdir á sjó eru mældar í sjómílum (1852 m). Þá held ég, að allt sé komið, og við skulum nú orða dæm- ið. Gerum ráð fyrir, að skip brenni ákveðnu magni, q, af olíu á hverri mílu, þegar hraðinn er 20 hnútar, og að geymar skips- ins rúmi T tonn af olíu. Hve margar mílur getur skipið siglt án þess að taka olíu? N. Hvað merkja q og T? K. q merkir Jrað magn af olíu, sem skipið brennir á hverri mílu, og geyrnar skipsins rúma T tonn af olíu. N. Hvers vegna gefurðu okkur ekki tölur? K. Hvers vegna ekki að leysa dæmið án talna? N. Ég gæti leyst dæmið, ef ég hefði tölur. K. Hvernig? N. Ég myndi deila olíumagninu T með eyðsl- unni q á hverri mílu. K. Geturðu ekki táknað deilinguna? N. Ég gæti það, en ég veit ekki hverju á að deila og með hverju. K. Jú, þú veizt það. Þú hefur allt, sem þú Jrarft á að halda. T táknar olíumagnið í geymum skipsins í tonnum, og q táknar eyðsluna á hverri mílu. Hvernig viltu tákna ójrekktu stærðina? N. Með A. K. Ágætt. Og A er þá jafnt og hvað? N. A er jafnt og T deilt með q. K. Hvernig myndir Jrú skrifa þetta, ef þú hefðir tölur? Komdu hérna að töflunni. N. Já, þannig: T — = A. q K. Þetta er samþykkt. Formúlan er rétt, ef q er tiltekið í tonnum á hverja mílu. En hvernig verður formúlan, ef q er tiltekið í kílóum á mílu? N. Ég myndi breyta kílóunum í tonn. MENNTAMÁL 12 K. Hvernig? q (í kílóurn) N. q (í tonnum) = ' 1000 K. Ef við notum þetta nýja q, þá verður for- múlan T = A, q 1000 sem einnig má skrifa T • 1000 - = A. q Nú getið þið búið til einstök dæmi, ef Jrið kærið ykkur um. En Jíið skuluð Jrá nota réttar tölur. Ég vil ekki gizka á einhverjar tölur, en Jjið sjáið, að við höfunr leyst dæmið Jrrátt fyrir það. Við höfum hér lor- múlu, sem unnt er að nota í öllunr tilvik- um. Það kemur greinilega frani í þessurn útdrætti, hvernig kennarinn nálgast elnið. Dæmið var ekki fyrirfrant ákveðið, heldur er eðlileg afleiðing Jreirra aðstæðna, sem kennarinn reyndi að skapa. Takið eftir, hvernig kennarinn hjálpar nemend- unum að einangra tiltekið viðfangsefni og síðan að orða dæmið. í næsta áfanga var tiltölulega auðvelt að leysa dæmið með Jrví að nota bókstafi í staðinn fyrir tölur. Á Jrennan hátt kynntust nemendurnir því, hvernig unnt er að finna al- mennari lausn viðfangsefna en Jreir höfðu kynn/.t til Jressa tíma. Eftir að mörg dæmi höfðu verið leyst á þennan hátt, var auðvelt að ræða við nem- endurna um kosti þessarar almennu aðferðar við lausn dæma. Haustið 1969 var af hálfu skólarannsóknadeild- ar Menntamálaráðuneytisins hafizt handa um endurskoðun námsefnis og kennsluhátta í stærð- fræði. Þar sem aðeins var fengin takmörkuð reynsla af hinu nýja námsefni í barnaskólunum,

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.