Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 20
Oft hefur það hvarflað að mér, að fróðlegt væri að kanna sögu eðlis- og efnafræðikennslu á skyldunámsstigi hér á landi, en ennþá hef ég ekki gefið mér tíma til þess. Fyrirkomulag kennsl- unnar fyrir síðari heimsstyrjöld þekki ég aðeins af stuttum samtölum á skotspónum, en af stöðu greinanna síðustu 25 árin hef ég nokkur kynni, enda sjálfur þolandi kerfisins á þessu tímabili. í þessari grein er ætlunin að fjalla um breyt- ingar á kennslu í eðlis- og efnafræði frarn til gagnfræðaprófs, sem nú eru á döfinni, og skul- um við fyrst líta á nokkrar forsendur breyting- anna. Höfuðeinkenni eðlis- og efnafræðikennslu á ár- unum eftir seinni heimsstyrjöld eru að mínu viti þessi: mikil staðfesta var í bókavali; kennsl- an var að miklu leyti bókleg og fjöldi kennslu- stunda rniklu minni en annars staðar þurfti til kennslu þessara greina; og í mörgum tilfellum voru það aðeins landsprófsnemar, sem nutu kennslunnar. Lítum nokkru nánar á þessi atriði. Á fyrri hluta þessa tímabils var aðaliega stuðzt við þrjár bækur: Eðlisfræði eftir Jón Bjarnason, þýðingu á bók J. Eriksens og Eðlisfræði Pálma Jósefsson- ar, en sú bók var meir notuð fyrir yngri nem- endur. Árið 1968 kemur síðan þýðing Sigurðar Elíassonar á bókum eftir Andersen og Norböll, og þar kemur einnig með stutt ágrip af eína- fræði, en efnafræði hafði varla sézt á þessu stigi fram til þessa. Bækur þessar eiga það sameigin- legt, að þar er gert ráð fyrir, að efnið sé lært svo til eingöngu með lestri texta og reikningi dæma, en verklegri kennslu er mjög lítill gaum- ur gefinn, nema ef vera skyldi í þeirri síðustu. Þess eru mörg dæmi, að kennarar hafi ekki unað þessu og sýnt mikinn dugnað og hugkvæmni við að koma á verklegum æfingum og sýnitilraun- um, en þó held ég, að landlægur tækjaskortur og erfið aðstaða hafi séð til þess, að þorri nem- enda á þessu tímabili hafi komizt hjá því að fá nokkra innsýn í þessar greinar á ofangreindu skólastigi. Annað atriði varðandi bækurnar, senr einnig skiptir máli, er að nokkurt misræmi er milli langlifis þeirra og þeirrar þróunar, sem orðið hefur í raungreinum á síðustu áratugum. MENNTAMÁL 14 ♦----------------------♦ Örn Helgason: Eðlis- og efnafræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.