Menntamál - 01.02.1972, Qupperneq 20
Oft hefur það hvarflað að mér, að fróðlegt
væri að kanna sögu eðlis- og efnafræðikennslu
á skyldunámsstigi hér á landi, en ennþá hef ég
ekki gefið mér tíma til þess. Fyrirkomulag kennsl-
unnar fyrir síðari heimsstyrjöld þekki ég aðeins
af stuttum samtölum á skotspónum, en af stöðu
greinanna síðustu 25 árin hef ég nokkur kynni,
enda sjálfur þolandi kerfisins á þessu tímabili.
í þessari grein er ætlunin að fjalla um breyt-
ingar á kennslu í eðlis- og efnafræði frarn til
gagnfræðaprófs, sem nú eru á döfinni, og skul-
um við fyrst líta á nokkrar forsendur breyting-
anna.
Höfuðeinkenni eðlis- og efnafræðikennslu á ár-
unum eftir seinni heimsstyrjöld eru að mínu
viti þessi: mikil staðfesta var í bókavali; kennsl-
an var að miklu leyti bókleg og fjöldi kennslu-
stunda rniklu minni en annars staðar þurfti til
kennslu þessara greina; og í mörgum tilfellum
voru það aðeins landsprófsnemar, sem nutu
kennslunnar.
Lítum nokkru nánar á þessi atriði. Á fyrri
hluta þessa tímabils var aðaliega stuðzt við þrjár
bækur: Eðlisfræði eftir Jón Bjarnason, þýðingu
á bók J. Eriksens og Eðlisfræði Pálma Jósefsson-
ar, en sú bók var meir notuð fyrir yngri nem-
endur. Árið 1968 kemur síðan þýðing Sigurðar
Elíassonar á bókum eftir Andersen og Norböll,
og þar kemur einnig með stutt ágrip af eína-
fræði, en efnafræði hafði varla sézt á þessu stigi
fram til þessa. Bækur þessar eiga það sameigin-
legt, að þar er gert ráð fyrir, að efnið sé lært
svo til eingöngu með lestri texta og reikningi
dæma, en verklegri kennslu er mjög lítill gaum-
ur gefinn, nema ef vera skyldi í þeirri síðustu.
Þess eru mörg dæmi, að kennarar hafi ekki unað
þessu og sýnt mikinn dugnað og hugkvæmni við
að koma á verklegum æfingum og sýnitilraun-
um, en þó held ég, að landlægur tækjaskortur
og erfið aðstaða hafi séð til þess, að þorri nem-
enda á þessu tímabili hafi komizt hjá því að fá
nokkra innsýn í þessar greinar á ofangreindu
skólastigi. Annað atriði varðandi bækurnar, senr
einnig skiptir máli, er að nokkurt misræmi er
milli langlifis þeirra og þeirrar þróunar, sem
orðið hefur í raungreinum á síðustu áratugum.
MENNTAMÁL
14
♦----------------------♦
Örn Helgason:
Eðlis-
og
efnafræði