Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Síða 22

Menntamál - 01.02.1972, Síða 22
tileinkað sér helztu grundvallaratriði greinar- innar með víðtækri verklegri kennslu, en nefnd- in leggur ríka áherzlu á, að verkleg kennsla verði aukin og að allir skólar verði þannig úr garði gerðir, að allir nemendur geti tekið þátt í æfing- um. í þriðja lagi er bent á nauðsyn þess að halda umfangsmikil námskeið fyrir kennara, enda munu margir kennarar þurfa að fást við þessa kennslu, sem ekki hafa áður kennt eðlisfræði og hafa sumir sáralítið lært í þeirri grein. Til þess að ná þessum markmiðum gerði nefndin ítarlega framkvæmda- og kostnaðaráætlun til fimm ára. Þar er gert ráð fyrir, að samið verði nýtt námsefni, það reynt og endurskoðað, skólar búnir tækjum og námskeið haldin, og er talið að það muni kosta um 10 mannár, þ. e. a. s. vinnu eins manns í 10 ár, að framkvæma þetta. Ekki er vafi á því, að hin skipulegu vinnubrögð um framkvæmdir og kostnað, sem nefndin við- hafði, hafa stuðlað mjög að framgangi þessa máls, þar sem hið opinbera hefur átt auðvelt með að gera sér grein fyrir, hvað það var að samþykkja, enda hefur þetta mál alltaf haft með- byr stjórnvalda. Til þessa hefur fjárliags- og tímaáætlunin staðizt nokkuð vel. Eina breyting- in á fjárliagshliðinni hefur verið í tengslum við námskeiðahald, en sá liður hefur orðið mun víð- tækari en gert var ráð fyrir í upphafi. En h'tum nokkru nánar á framkvæmd áætlun- arinnar. Sumarið 1968 var ákveðið að hrinda áætlun nefndarinnar í framkvæmd, og var ég ráðinn til að hafa umsjón með verkinu. Fyrsta verkefnið var að leggja drög að námsskrá, er styðjast mætti við í samningu nýs námsefnis. Þeir sem unnu þetta verk voru Guðmundur Arn- laugsson, rektor, en hann var manna kunnugast- ur eðlisfræðikennslu og aðstæðum til hennar fram að þessu; Sveinbjörn Björnsson og Þórir Ólafsson, en þeirra verkefni var að tryggja sem eðlilegust tengsl við nefndarálitið, auk þess sem fyrirhugað var að Þórir tæki rnikinn þátt í samn- ingu hins nýja námsefnis; Ólafur Guðmundsson, kennari, en hann hafði kynnt sér ýmsar nýjung- ar í eðlisfræðikennslu erlendis og þegar gert ýms- ar tilraunir um breytt form; Örnólfur Thor- lacius, menntaskólakennari, en hann vann þá að MENNTAMÁL 16 endurskoðun á líffræðikennslu, og séð varð fyrir, að tengsl þessara greina yrðu veruleg; og loks var greinarhöfundur sjötti rnaður í nefndinni. Öllum skólastjórum voru send þessi námsskrár- drög í nóvember 1969, og auk þess var þeirn dreift á kennaranámskeiðum sumarið 1970. Helztu atriði draganna fara hér á eftir. Námsefni 11 og 12 ára nemenda eru stuttar einingar, 16—40 síður liver, og fjallar hver ein- ing um afmarkaðan þátt eða hugtak úr eðlis- og efnafræði. Kverin eru sniðin sem vinnubæk- ur fyrir nemendur, og lögð er áherzla á, að hvert liugtak sé lært af reynslu með eigin athugun eða vinnu lítils hóps nemenda. í fyrstu er gert ráð íyrir, að kennarar geti valið milli 8 eininga, en flestir munu komast yfir 5—6 einingar á þess- urn tveimur árum. Einingarnar bera eftirfarandi heiti: Mælingar, Staða og lireyfing, Efnafasar I, Efnafasar II, Ljósið, Rafmagn, Varminn og Sól- kerfið. í efnisvali er ekki reynt að spanna ákveð- inn þekkingarforða, lieldur er fremur höfð hlið- sjón af áhugaverðum þáttum, þar sem auðvelt er að koma við þroskandi verklegum viðfangs- efnum. Þegar þetta er skrifað, er búið að gefa út sex íyrstu einingarnar, og tvær þær síðustu eru í tilraunakennslu. Næsti þáttur námsefnisins tekur til þriggja fyrstu ára gagnfræðastigsins, og verður námið hér samfellt, en námsefnið á að gefa grunnan þver- skurð af eðlis- og efnafræðinni. Þótt texti sé veru- lega aukinn frá fyrsta stigi, er hann þó fyrst og fremst liugsaður sem leiðbeiningar eða handbók við verklegar æfingar og önnur verkefni, sem mynda eiga kjarna námsins. Mestu máli var talið skipta, að nemandinn tileinki sér liagkvæm vinnubrögð, geti greint frá niðurstöðum sínum á skýran og einfaldan hátt, venjist einföldum mælitækjum og kynnist takmörkum þeirra. Ef vel er á málum haldið við textasamningu, fer ekki hjá því, að mörg meginatriði eðlis- og efna- fræðinnar síist inn um leið. Það var álit þeirra, sem um drögin fjölluðu, að mjög erfitt væri að tína til lista yfir þekk- ingaratriði, sem gæfu lykilinn að lífshamingj- unni; það sem er nauðsynlegt að vita í dag getur verið orðið fánýtt á morgun, og víst er, að sam-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.