Menntamál


Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.02.1972, Blaðsíða 23
hengislausir fróðleiksmolar gleymast oft fljótt. Hins vegar geta menn búið ævilangt að þeim þroska, sem þeir öðlast við lausn hæfilega eriiðra verkefna. Þessi sjónarmið þarf að liafa í huga við kennslu þess námsefnis, senr þegar liggur fyrir, því allar bækurnar eru allsendis ónothæfar til töflukennslu. Án tækjakosts og tækjanotkun- ar eru aðrar bækur til, senr eru miklu heppi- legri. Nú liggja íyrir bækur fyrir 1. og 2. bekk, en námsefni 3. bekkjar er í tilraunakennslu. f’riðji þátturinn í drögum að námsskrá fjallar um fjórða bekk gagnfræðastigsins. Þar munu námseiningar á ný koma inn, og munu þær að líkindum mestmegnis fjalla um tæknileg við- fangsefni. Hér er um nemendur að ræða, sem ýmist hyggja á gagnfræðapróf eða skemmra fram- haldsnám. Er æskilegt, að þeir geti valið, livort þeir vilja læra greinina, og einnig valið milli eininga eftir því, livert áhugi þeirra beinist. Ekki er fullráðið, Iivaða verkefni verða tekin fyrir, en rætt hefur verið um þætti úr rafmagns- fræði, rafeindatækni og efnafræði. í tengslum við drög að námsskrá væri eðlilegt að víkja að próí- um og námsmati, en ég mun koma að þeinr atriðum síðar í greininni. En snúum okkur aftur að framkvæmd áætlun- arinnar, sem nú er rúmlega hálfnuð. Hingað til hefur tilraunatexti verið skrifaður fyrir tvo ár- ganga í einu, fyrst fyrir 11 ára og 13 ára nem- endur, og kenndur til reynslu í tveimur skólum í hvoru tilviki. Tilraunakennslan fór fyrst fram í Hlíðaskóla, Öldutúnsskóla og Gagnfræðaskóla Garðahrepps, en í vetur bættust við Gagnlræða- skóli Austurbæjar, Víðistaðaskóli í Hafnarfirði, Barnaskóli Garðahrepps og Barna- og unglinga- skólinn að Leirá í Borgarfirði. Frá upphafi hafa skólastjórar og fræðslustjórar þessara skóla sýnt þessu máli mikla velvild og umborið af stakri þolinmæði ýmsa erfiðleika, sem við hefur verið að etja. Við tilraunakennsluna störfuðu framan af sjö kennarar, þeir Eðvard Ragnarsson, Hrólf- ur Kjartansson, Loftur Magnússon, Ólafur Guð- mundsson, Ragnheiður Benediktsson, Sigurður Símonarson og Tómas Einarsson. Samstarfið við þessa kennara hefur verið einkar ánægjulegt, og hafa þeir tekið æ meiri þátt í framkvæmd þess- ara breytinga, ekki aðeins við tilraunakennslu, heldur einnig við samningu námsefnis, undir- búning kennaranámskeiða og kennslu á þeim. Er mikill fengur fyrir skólarannsóknadeild að geta sótt jafn ágætt starfslið beint úr hópi starfandi kennara. Eftir tilraunakennsluna veturinn 1969—70 voru haldin sjö námskeið sumarið 1970 til undirbún- ings almennri kennslu í 11 og 13 ára bekkjar- deildum. Um 150 kennarar sóttu þessi nárns- skeið, og eftir því, sem næst verður komizt, voru um 50% 11 ára nemenda og 75% 13 ára nemenda með hið nýja námsefni veturinn 1970— 71. Á síðasta vetri var svo námsefni 12 og 14 ára nemenda reynt, og á ný voru haldin nám- skeið í sumar, sex að tölu, og sóttu þau um 140 kennarar. Ekki er fullljóst um útbreiðslu náms- efnisins í vetur. Þó munu um eða yfir 85% 11 ára nemenda liafa hið nýja námsefni og svip- aður fjöldi 13 ára nemenda, en eitthvað færra í 12 og 14 ára deildum. í vetur verður megin- áherzlan í tilraunakennslunni á námsefni 15 ára nemenda, og munu m. a. um 90 nemendur ganga undir landspróf að vori, en það eru nemendur, sem hafa verið í tilraunakennslunni frá upphafi. Ekki hefur vinnan við þessa áætlun alltaf ver- ið dans á rósum, og við ýmsa erfiðleika hefur verið að etja, bæði óvænta og eins þá, er ein- hvern veginn lágu í loftinu strax í upphafi. Áætlunin er nokkuð knöpp í tímasetningu, og hefur einkurn reynzt örðugt að ná saman end- um frá því er tilraunakennslu lýkur og þar til hin almenna kennsla hefst. Hefur oltast verið um fimm rnánaða tímabil, frá því í apríl og fram í september, þar sem þurft hefur að endurskoða tilraunatextann, breyta tækjakosti og gefa út námsefnið í „endanlegri útgálu“. Á þessu tíma- bili eru einnig sumarfrí og mesti annatíminn varðandi kennaranámskeið, og hafa því orðið hvimleiðar tafir bæði í haust og fyrra haust. Höfum við ekki haft erindi sem eríiði í við- leitninni til að koma í veg fyrir tafir, og liefur þetta að vonum orðið mörgum skólastjóra og kennara mikil skapraun. Þá hefur tækjaöflun til kennslunnar orðið meira fyrirtæki en menn sáu fyrir í upphafi, og tíminn frá því er tilrauna- MENNTAMÁL 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.